- Advertisement -

Það er eins og fréttirnar af dauða nýfrjálshyggjunnar hafa týnst í hafi

Gunnar Smári:

Ég hitti Þorgerði Katrínu í morgun, en Sósíalistar og Viðreisn eru með svo til sama fylgi í dag samkvæmt MMR-könnun sem Mogginn birti í morgun. Ég bar fram hinar eðlilegu kröfur alþýðunnar en Þorgerður sagði þær öfga, vildi finna lausn í kompaníi með auðvaldinu á miðjunni. Það kostulega í þessum samræðum er að ég legg í raun ekki fram neitt sem er róttækara en svo falla ágætlega að meginstraumsumræðu í heiminum í dag, eftir reynslu samfélaganna að cóvíd. En það er eins og fréttirnar af dauða nýfrjálshyggjunnar hafa týnst í hafi, hafi enn ekki borist inn í íslensk stjórnmál. Þegar henni er boðið upp á tiltölulega hófstilltan lærdóm af cóvid, heldur Þorgerður að Hugo Chavez sé mættur í stúdíóið, lætur eins og hún hafi séð draug.

Ég held að við verðum að horfast í augu við að við búum við algjörlega hugmyndalega einangrun þar sem steingelt hægrið drottnar yfir allri umræðu. Við verðum að brjóta þetta af okkur, annars köfnum við af andlegum dauða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: