- Advertisement -

Það er verið að stela af fólki

„Það vantar líka fjármuni til þeirra eftirlitsstofnana sem við höfum, eins og Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar, og til lögreglunnar og RSK.“

Þetta sagði Lilja Rafney, formaður atvinnuveganefndar á Alþingi fyrir skömmu. Þar talaði hún um eftirlit með því fólki sem gerir allt sem það getur til að arðræna og og brjóta á erlendum starfsmönnum. Gott er að minnast að skatturinn bakkaði út úr vinnustaðaeftirliti eftir að fjármálaráðherra, þ.e. Bjarni Ben, tók til baka fjárveitingu til starfsins.

„Ég tel að verið sé að stela af fólki þegar fólk með vinnuframlagi sínu fær ekki laun samkvæmt kjarasamningum. Það er hreinlega verið að stela af fólki í formi vinnuframlags viðkomandi fólks. Það verður að vera einhver refsirammi gagnvart þeim sem gera það síendurtekið,“ sagði Lilja Rafney.

„…til að fara yfir þessi mál, félagsleg undirboð og mansal til hagnýtingar, starfsmannaleigur og vondan aðbúnað fjölda fólks í ósamþykktu, lélegu leiguhúsnæði á uppsprengdu verði. Það var meginlínan hjá öllum þeim gestum sem komu fyrir nefndirnar að mikilvægt væri að samræma aðgerðir og herða viðurlög og refsingar hjá þeim sem væru í raun síafbrotamenn á vinnumarkaði. Þar er þetta erlenda verkafólk sérstaklega viðkvæmt. Oftar en ekki þekkir það ekki rétt sinn og hefur ekki burði til þess að berjast fyrir réttindum sínum við viðkomandi yfirmann.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lilja Rafney sér fyrir harðari viðurlög.

„Efla þarf samræmt vinnustaðaeftirlit og heimila hert viðurlög. Taka þarf á mansali á vinnumarkaði og herða refsirammann gagnvart þeim sem brjóta á fólki, bæði varðandi vangreidd laun og að bjóða upp á óíbúðarhæft húsnæði á háu verði. Taka þarf á síafbrotamönnum í kennitöluflakki, löggjafinn er búinn að glíma ansi lengi við það,og herða eftirlit með starfsmannaleigum svo að eitthvað sé nefnt.

Skatturinn hættir eftirliti


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: