- Advertisement -

Þau sem keyptu fengu 28 milljarða gefins

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt þessu mati gaf ríkisstjórnin þeim sem keyptu í Íslandsbanka um 28 milljarða króna afslátt. Og það sem einn fær í svona viðskiptum er tekið af öðrum, það verða engir peningar til við það að skrá banka. Þau sem keyptu fengu 28 milljarða gefins og það var gjöf sem tekin var af almenningi.

Ríkisstjórnin hefði getað selt bankann á raunvirði og varið þar með eign almennings, að hann seldi hlut í bankanum en fengi alla vega raunvirði fyrir hlutinn. Hún gerði það ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ríkisstjórnin vildi gefa einhverjum pening hefði hún getað flutt 1/3 af bankanum til Landspítalans og látið afsláttinn þannig renna til uppbyggingar mikilvægrar grunnþjónustu eftir því sem hlutirnir væru seldir. Ríkisstjórnin gerði það ekki.

Ríkisstjórnin hefði getað gefið hinum efnameiri afsláttinn og völdum brasksjóðum úti í heimi, flytja almannafé til hinna best settu og auðvaldsins. Ríkisstjórnin fannst það besti kosturinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: