- Advertisement -

Þegar fjármálastjórinn verður valdamestur

Gunnar Smári skrifar:

Hér fjallar Haukur Már um áhrif nýfrjálshyggjunnar á heilbrigðiskerfið, en fyrir utan skipulagt niðurbrotopinberrar þjónustu með því að mæta ekki aukinni fjárþörf er það trú nýfrjálshyggjunnar að rekstri hagnaðardrifinna einkafyrirtækja sé hið fullkomna mannlega samfélag og því vill hún innleiða stjórnarhætti þessara félaga inn í allan opinberan rekstur; markaðsvæða hann innan frá með útvistun og gera kláran til einkavæðingar en ekki síður að markaðsvæða hugarfar alls starfsfólks svo það sé tilbúið til flutnings inn í einkafyrirtækin. Afleiðingar af þessu er hörmulegar víða um heim; inntak þjónustunnar færist frá breiðri mannlegri skynjun yfir í gervigreind þeirra sem ekkert sjá nema mælanlega hluti sem má markmiðasetja og helst það sem má verðleggja. Innan tíðar verður fjármálastjórinn valdamestur allra í þessum stofnunum og rekur þá spítala eins og eldspýtnaverksmiðju eða mjólkurkæli í stórmarkaði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: