- Advertisement -

Þessi fjandans verkalýðshreyfing

Eng­um kom út af fyr­ir sig á óvart hvaða þing­menn eða for­ystu­menn í verka­lýðshreyf­ing­unni mis­stigu sig.

„Staðreynd­in er sú, sem oft gleym­ist í umræðum um kjara­deil­ur, að á Íslandi rík­ir fé­laga­frelsi. Það fel­ur ekki aðeins í sér rétt fólks til að stofna og starf­rækja fé­lög, held­ur einnig til að standa utan fé­laga eða vita­skuld að ganga úr fé­lög­um og stofna ný.“

Þetta segir í nafnlausum leiðara Moggans. Líklegast er að Davíð Oddsson hafi skrifað þetta. Hann finnur talsvert af tilurð verkalýðshreyfingarinnar.

„Þá gleym­ist oft að á Íslandi er afar hátt hlut­fall fólks í verka­lýðsfé­lög­um, miklu hærra hlut­fall en geng­ur og ger­ist í flest­um þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við og þar með í flest­um þeim lönd­um sem búa við hvað mesta hag­sæld og vel­ferð,“ segir í leiðaranum.

Frjálst sam­fé­lag og hag­kerfi er á hinn bóg­inn það sem reynst hef­ur væn­leg­asti kost­ur­inn í þessu efni.

„Verka­lýðsforkólf­ar hér láta gjarn­an eins og þeir hafi ein­hvern einka­rétt á samn­ing­um við at­vinnu­rek­end­ur og að öll­um launa­mönn­um beri skylda til að lúta vilja þeirra á vinnu­markaði en leita ella annað um starf. Í frjálsu sam­fé­lagi er slík­ur yf­ir­gang­ur ólíðandi. Fólk get­ur að sjálf­sögðu bund­ist sam­tök­um í gegn­um fé­lög, en það get­ur líka ákveðið að fara aðrar leiðir. Verka­lýðsfé­lög, með þeirri miklu þátt­töku sem þekk­ist hér á landi, eru fjarri því að vera for­senda hag­sæld­ar eða vel­sæld­ar al­menn­ings. Frjálst sam­fé­lag og hag­kerfi er á hinn bóg­inn það sem reynst hef­ur væn­leg­asti kost­ur­inn í þessu efni.“

Leiðarahöfundurinn er ekki hrifinn af núverandi forystu verkalýðshreyfingarinnar. Blaðið er að sama skapi á línu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar:

„All­ir sjá að sú leið sem Icelandair boðaði fyr­ir helgi er ekki fyrsti kost­ur nokk­urs fyr­ir­tæk­is held­ur neyðarráðstöf­un þegar all­ar aðrar leiðir eru lokaðar. Þær árás­ir sem fyr­ir­tækið mátti sitja und­ir frá ýms­um aðilum sem stöðu sinn­ar vegna ættu að huga að heild­ar­hags­mun­um þjóðar­inn­ar í stað þess að fara fram með gaspri og lýðskrumi voru dap­ur­leg­ar og enn eitt merki þess að sum­ir taka stund­ar­hags­muni sína, mælda í sýnileik í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum, fram yfir þá stærri hags­muni sem þeir ættu að horfa til. Eng­um kom út af fyr­ir sig á óvart hvaða þing­menn eða for­ystu­menn í verka­lýðshreyf­ing­unni mis­stigu sig á þess­ari mik­il­vægu stundu, en það er þeim engu að síður álits­hnekk­ir,“ skrifar Davíð.

Svo kemur prívatsneið á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem vissulega er ógn við auðvaldið.

„Þá kom út af fyr­ir sig ekki á óvart eft­ir það sem á und­an er gengið í þeim efn­um að for­ystumaður í verka­lýðshreyf­ing­unni skyldi senda stjórn­ar­mönn­um í líf­eyr­is­sjóði skila­boð um að reyna að koma í veg fyr­ir end­ur­reisn Icelandair. En þó að þetta komi ekki á óvart er þetta al­var­legt mál sem hlýt­ur að kalla á umræður og at­hug­un jafnt hjá fé­lags­mönn­um hans sem öðrum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: