- Advertisement -

Þjóðkirkjan og þjóðin

Birgir Þórarinsson:
Árið 1997 fékk ríkið síðan jarðirnar til eignar.

„Sumir þingmenn sjá ofsjónum yfir kirkjujarðasamkomulaginu sem er grundvöllur þess samkomulags sem hér er til umræðu. Auk þess liggur fyrir þinginu þingsályktunartillaga um fullan aðskilnað ríkis og kirkju frá nokkrum þingmönnum,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður og guðfræðingur, í þingræðu.

„Kirkjujarðasamkomulagið hefur ekkert með stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskránni að gera. Hér er um lögvarinn samning að ræða sem kirkjan og ríkið gerðu með sér á grundvelli kirkjueigna. Með samkomulaginu frá 1907 fékk ríkið umsjón með jarðeignum kirkjunnar sem átti þá 25 prósent alls lands. Árið 1997 fékk ríkið síðan jarðirnar til eignar. Þjóðkirkjan afhenti ríkinu jarðeignir sínar gegn endurgjaldi í formi launa til tiltekins fjölda presta og starfsmanna. Þetta samkomulag stendur óhaggað og er staðfest í þessu viðbótarsamkomulagi. Hið sama má segja um sóknargjöldin, félagsgjöld þjóðkirkjunnar, og aðra megintekjustofna hennar. Þau standa ekki í beinum tengslum við stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkjuna. Ríkið innheimtir sóknargjöldin fyrir þjóðkirkjuna með sama hætti og gert er fyrir önnur trúfélög í landinu. Eins og áður segir felur þetta samkomulag í sér stórt skref til sjálfstæðis kirkjunnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: