- Advertisement -

Þrælaeyjan Ísland: Útvöldum voru færðar eignir almennings

Þurfa Íslend­ing­ar að setja upp sann­leiks- og sátta­nefnd til að gera upp banka­hrunið, sem var vel út­fært þræla­hald til dæm­is í formi stökk­breyttra íbúðalána?

„Einka­væðing rík­is­eigna þar sem fáum út­völd­um eru færðar á silf­urfati mikl­ar eign­ir í eigu al­menn­ings er einn angi þræla­halds­hag­kerf­is­ins. Svona einka­væðing er fram­kvæmd með ein­hvers kon­ar skýr­ing­um um að viðkom­andi op­in­ber­ar eig­ur muni skila betri arði í hönd­um einkaaðila. Það kann að vera stund­um rétt, en arður­inn af einka­væddri op­in­berri eign fer þá ekki í vasa fjöld­ans.“

Þetta er hluti af grein sem byggingarverkfræðingurinn Sigurður Sigurðsson skrifaði og birt er í Mogganum í dag. Þar segir einnig:

„Ef fáir út­vald­ir fá eign­ir al­menn­ings fyr­ir lítið eða ekk­ert eins og þegar bank­arn­ir voru einka­vædd­ir á Íslandi – þá er verið að færa niður lífs­gæði og hag fjöld­ans og þræla­halds­hag­kerfið tekið við og nær all­ir Íslend­ing­ar skil­greind­ir sem „þurfa­menn“ einka­væddu bank­anna. Ef eitt­hvað fer úr­skeiðis í einka­væðingu rík­is­eigna tek­ur al­menn­ing­ur skell­inn enda var banka­hrunið tvö­fald­ur skell­ur á al­menn­ing, verðbætt þræla­hald með tvö­földu álagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er bara ein hlið þræla­halds þótt nauðung­ar­vinna, man­sal og vændi séu þekkt­ara fyr­ir­bæri en einka­væðing rík­is­eigna. Þetta er þó sami hlut­ur­inn sem í báðum til­fell­um geng­ur út á mis­mun­un og mann­rétt­inda­brot.

Þurfa Íslend­ing­ar að setja upp sann­leiks- og sátta­nefnd til að gera upp banka­hrunið, sem var vel út­fært þræla­hald til dæm­is í formi stökk­breyttra íbúðalána?“

Miðjan hefur margsinnis fjallað um þögnina um hverjir komust yfir eignirnar. Hér er ein þeirra frétta:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: