- Advertisement -

Þverbrotnar siðareglur borgarstjórnar

Orð Dóru Bjartar Guðjónsdóttur um Eyþór Arnalds á borgarstjórnarfundi hefur skapað usla með borgarfulltrúa. Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, sagði á fundi forsætisnefndar að hún harmi framgöngu Dóru Bjartar.

„Þetta hefur gerst nokkrum sinnum og hefur forseti borgarstjórnar gefið viðkomandi borgarfulltrúa frítt spil til að lesa skrifaða persónulega hatursræðu um borgarfulltrúa minnihlutans. Gengið hefur verið út fyrir velsæmismörk þar sem dylgjað er um persónuleg málefni sem tengjast engan veginn borgarmálunum. Siðareglur sem viðkomandi borgarfulltrúi stóð sjálf  að því að semja hafa verið þverbrotnar. Þar sem um ítrekað brot er að ræða væri eðlilegast að viðkomandi borgarfulltrúi leitaði sér aðstoðar til að ná betri yfirvegun í vinnu sinni í borgarstjórn. Einnig er komið tilefni til að borgarfulltrúinn íhugi að stíga til hliðar sem formaður mannréttindaráðs enda samræmist hegðun hennar ekki því ábyrgðarhlutverki sem formennska ráðsins krefst.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: