- Advertisement -

Treystir þú bankakerfinu til að fara með 350 milljarða króna á neyðartímum?

Hvað segir reynsla þjóðanna? Hún segir að þetta sé algeggjuð leið.

Gunnar Smári skrifar:

Þetta merkir að bankarnir geta nú lánað 350 milljörðum meira í dag en í gær. Þeir munu velja þau fyrirtæki sem á að verja, í samráði við fjármálaráðherra ef skilja mátti hann rétt, og nota vandræði annarra fyrirtækja til að flytja rekstur þeirra, eignir og sambönd, til fyrirtækja sem eiga að lifa. En stór hluti þessa fjár verður notaður til að bjarga eigendum fyrirtækja úr ábyrgðum, undan framvirkum samningum og frá öðrum afleiðingum af braski. Það hefur verið raunin með allar björgunaraðgerðir frá Hruni þar sem stjórnvöld hafa beint aðgerðunum í gegnum bankakerfið. Þetta er þannig í raun útvistun á viðbagðsaðgerðum til einkafyrirtækja (ríkisbankarnir eru nákvæmlega eins og einkafyrirtæki þar sem Bjarni Benediktsson heldur á eina hlutabréfinu, þeir er reknir eins og einkafyrirtæki og hafa enga samfélagsleg markmið, bara að græða). Treystir þú bankakerfinu til að fara með 350 milljarða króna á neyðartímum þegar allt er upp í loft, á tímum þar sem allir þrástagast á að við séum á fordæmalausum tímum þar sem við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða?

Bankarnir munu smíða lúxusbjörgunarbáta fyrir fáa og ýta á þá sem er í sjónum, drekkja þeim.

Hvað segir reynsla þjóðanna? Hún segir að þetta sé algeggjuð leið. Það var orðað þannig í Bandaríkjunum að hugmyndin að baki efnahagsaðgerðum Obama hafi verið að fljúga yfir Bandaríkin í þyrlu og henda út peningum til að örva efnahagslífið. Það var planið. En hann flaug bara yfir Wall Street og henti öllu fénu þar út. Og það hvarf. Var mest notað til að bæta stöðu allra stærstu eigenda allra stærstu fyrirtækjanna og auðugustu fjármagnseigendanna. Þannig virkar bankar. Þeir færa fé til hins ríkasta. Það er eðli þeirra. Þeir eru því algjörlega óhæfar stofnanir til almennra björgunaraðgerða. Bankarnir munu smíða lúxusbjörgunarbáta fyrir fáa og ýta á þá sem er í sjónum, drekkja þeim.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: