- Advertisement -

Staða lífeyrissjóðanna er mjög ofmetin

„Þetta er stórmál. 2019 verður líklega (nema markaðir hrynji næstu tvær vikurnar!) eitt besta ár lífeyrissjóðakerfisins frá upphafi hvað ávöxtun varðar,“ skrifar Gylfi Magnússon.

„En skýringin er fyrst og fremst lágir og lækkandi vextir sem kýla upp eignaverð til skamms tíma en þýða nánast óhjákvæmilega lægri ávöxtun í framtíðinni. Það verður því sífellt erfiðara að ná ávöxtunarviðmiði sjóðanna, þ.e. 3,5%. Það er stór galli við íslenska kerfið að ávöxtunarviðmiðið er fast en byggir ekki á raunhæfu mati á líklegri framtíðarávöxtun hverju sinni (sem þó er erfitt að spá um). Annar galli er að ekki er byggt á spá um þróun lykilbreyta, þ.e. um lífs- og örorkulíkur. Tryggingafræðileg staða sjóðanna er því almennt ofmetin, svo að miklu munar. Það er óhjákvæmilegt að bregðast við þessu og betra að gera það fyrr en síðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: