- Advertisement -

Tryggingastofnun handvelur úrskurði

obi: Í kjölfarið á frétt um að Tryggingastofnun fylgdist með ferðum öryrkja með skráningu á IP tölum viðkomandi er hann skráði sig inn á mínar síður stofnunarinnar, skoðaði Öryrkjabandalagið röksemdafærslu stofnunarinnar fyrir söfnun þessara persónu upplýsinga.

Í svari Tryggingastofnunar við spurning Trölla.is kom fram að stofnunin teldi sér þetta heimilt, í samræmi við úrskurð Persónuverndar nr. 2009/635.

Stofnuninni virðist ekki vera ljós nýrri úrskurður Persónuverndar, nr. 2018/1718, þar sem Persónuvernd tekur annan pól í hæðina.

Það er ekki til að auka traust til Tryggingastofnunar, sem er lítið miðað við nýja Gallup könnun, að stofnun á vegum ríkisins telji sig geta handvalið úrskurði sem hentar betur þeirri framkvæmd sem yfirstjórn stofnunarinnar kýs að viðhafa.

Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag vakið athygli Persónuverndar á málinu og óskað viðbragða þaðan. Meðfylgjandi er bréf ÖBÍ til Persónuverndar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: