- Advertisement -

Tveir úr löggunni kærðir fyrir fantaskap

Fortíðin Tveir lögreglumenn voru kærðir fyrir fantaskap og handtöku. Það var aðfaranótt sunnudags að maður um þrítugt var í leigubíl á leið til vinnu. Bilstjóri leigubílsins er fyrrverandi eiginkona mannsins. Á Kringlumýrarbraut var ökumaður leigubílsins tekinn fyrir of hraðan akstur.

Lögreglubíllinnhafði ekki kveikt aðalljós þegar leigubíllinn var stöðvaður. Sá sem kærði sat í leigubílnum á meðan lögreglan ræddi við ökumanninn. Manninum þótti verk lögreglunnar ganga seint enda orðinn of seinn til vinnu. Þá gekk hann út og gaf sig á tal við ökumann lögreglubílsins. Fann að því að lögreglan væri að stöðva vegfarendur fyrir umferðarlagabrot, á sama tíma bryti lögreglan umferðarlög, það er að hafa ekki kveikt aðalliós heldur aðeins blikkljósin.

Lögreglumanninum þótti þessar aðfinnslur ekki eiga rétt á sér. Hann stökk út úr hifreiðinni og réðst að manninum. Skellti honum af krafti utan í bílinn og síðan í götuna og hóf að sparka í manninn og handjárnaði hann síðan. Lögreglumanninum þótti ekki nóg komið heldur fór með „bráðina“ í lögreglubílinn.

Á leið til lögreglustöðvarinnar hélt lögreglumaðurinn áfram að sparka í manninn og berja hann. Auk þess var hann kallaður ýmsum ljótum nöfnum, svo sem drullusokkur, aumingi og hóruungi. í miðjum barsmíðunum stundi sá handtekni upp að þetta væri þá allt satt sem sagt væri um lögregluna. Lögreglumaðurinn svaraði að bragði að það væri það og á eftir fylgdi fast högg. Þegar sá handtekni var færður fyrir varðstjóra var hann fyrst spurður hvort hann hefði áður komið við sögu logreglunnar svaraði hann réttilega neitandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo virtist sem varðstjóranum líkaði ekki svarið og spurði aftur sömu spurningar. Hann fékk sama svar. Varðstjórinn talaði við lögreglumennina Annan í einu. Sá handtekni neitaði að tala við varðsrrtjórann nema á sama hátt og lögreglumennirnirhöfðu gert. Það fékkst ekki. Þá setti sá handtekni fram skilyrði, annaðhvort yrði hann settur í fangageymslu eða sleppt. Varðstjórinn tók síðari kostinn. Þegar lögreglumaðurinn, sem hafði gengið hvað harðast fram, hóf að losa handjárnin sagði sá handtekni, viltu kalla mig hóruunga hér eins og í bílnum? Það var auðsótt mál. Eftir að hafa losnað frá lögreglu hélt maðurinn rakleiðis á slysadeild Borgarspítalans og fékk þar áverkavottorð. Sera betur fer er maðurinn ekki alvarlega slasaður en ber þess greimlega merki að hafa fengið fantalega meðferð. Maðurinn hefur kært framferði lögreglumannanna.

 

Böðvar Bragason þáverandi lögreglustjóri:

Læt kanna þetta mál

„Ég og þessi umræddi maður ræddum saman í gær. Ég óskaði strax eftir upplýsingum um málið og hef fengið þær. Þetta verður tekið fyrir á daglegum fundi sem ég á með æðstu yfirmönnum embættisins,“ sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík.

Þetta er frétt úr DV frá árinu 1988.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: