
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, skrifaði á Facebook:
„Gott hjá Mogganum að vekja athygli á því að fjárhagslegir hagsmunir þingmanna geta haft áhrif á ákvarðanir þeirra í mikilvægum málum. Líka gott hjá atvinnuvegaráðherranum að taka af skarið og lýsa því yfir að þingmaður sem á hlut í strandveiðifélagi muni ekki verða framsögumaður máls sem varðar hagsmuni strandveiðimanna miklu. Þið hjálpið mér kannski að rifja upp hvort Mogginn og fyrrverandi matvælaráðherra stóðu sig svona vel þegar fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar mælti fyrir tillögum um breytingar á búvörulögum, sem vörðuðu beint hagsmuni félags í hans eigu.“
Fyrirsögnin er Miðjunnar.