- Advertisement -

Útgerð ellefu ráðherrabíla með bílstjórum kostar heilmikið

Gunnar Smári:

Þetta eru ráðherrabílstjórarnir sem bíða fyrir utan ráðherrabústaðinn meðan ráðherrarnir funda fyrir innan.

Þessi mynd er á miðopnu Moggans. Hvaða hópur er þetta? Þetta eru ráðherrabílstjórarnir sem bíða fyrir utan ráðherrabústaðinn meðan ráðherrarnir funda fyrir innan. Útgerð ellefu ráðherrabíla með bílstjórum kostar heilmikið og það er skrítið að ráðherrar sem þykjast vinna við að forgangsraða verkefnum hafi komist að því að þetta sé mikilvægt, að hafa menn til taks á bílum að sækja ráðherrafólk heim til sín og keyra til vinnu. Fyrir fram hefði maður ætlað að það væri það síðasta sem þyrfti að gera, þegar búið væri að leysa öll heimsins vandamál.

Einhvers staðar út í bæ er svo bíll og bílstjóri forseta Alþingis. Einu sinni fór stjórnmálamaður í fýlu yfir að fá ekki að vera ráðherra með bíl og bílstjóra heldur bara forseti Alþingis. Þá var ákveðið að forseti Alþingis væri á ráðherralaunum með bíl og bílstjóra. Fýlan í þeim manni fór fremst í forgangsröðina. Og veldur því að enn er forseti Alþingis með bíl og bílstjóra þótt enginn viti til þess að það embætti kalli á neinar ferðir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: