- Advertisement -

Verðum að vinda ofan af bölvaðri nýfrjálshyggjunni

Gunnar Smári:

Helstu niðurstöður skýrslu ASÍ um skattamál styðja það sem ég sagði í Silfrinu, það hefur orðið siðrof í íslensku skattakerfi.

Helstu niðurstöður skýrslu ASÍ um skattamál styðja það sem ég sagði í Silfrinu, það hefur orðið siðrof í íslensku skattakerfi. Við verðum að vinda ofan af bölvaðri nýfrjálshyggjunni og setja réttlæti inn í skattkerfið.

Hér eru niðurstöðurnar:

  • Íslendingar tóku skref í átt að upptöku tvíþætts skattkerfis þegar samræmdri skattlagningu fjármagnstekna var komið á 1997.
  • Á Íslandi bera fjármagnstekjur mun lægri skattbyrði en launatekjur. Skattbyrði þeirra allra tekjuhæstu lækkar eftir því sem tekjur aukast. Þetta er andstætt markmiði framsækinna skattkerfa, sem byggir á því að skattbyrði hækkar eftir því sem tekjur aukast.
  • Þegar skattur á fjármagnstekjur er lægri en skattur á laun skapast hvatar fyrir þá í eigin atvinnurekstri til að telja laun fram sem fjármagnstekjur, svokallaður tekjutilflutningur (e. income shifting). Komi skattkerfið ekki í veg fyrir tekjutilflutning er brotið í bága við hlutleysissjónarmið. Hlutleysi skattkerfis dregur úr því að ákvarðanir séu teknar út frá sjónarmiði skattahagræðis.
  • Tekjutilflutningur felst í því að launatekjur eru ranglega skráðar sem fjármagnstekjur. Skýrar vísbendingar eru um að skattasniðganga í formi tekjutilflutnings viðgangist hér á landi. Það á aðallega við um atvinnurekendur með háar tekjur.
  • Ólíkt Norðurlöndunum hafa Íslendingar ekki brugðist við framangreindum veikleikum. ASÍ metur að reglur sem takmarka tekjutilflutning myndu auka árlegar skatttekjur um á bilinu 3-8 milljarða króna og styrkja tekjuöflun sveitarfélaga.
  • Auðlegðarskatturinn tryggði að skattbyrði fari stigvaxandi með hækkandi tekjum. Afnám skattsins dró úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Innleiðing á skynsamlega útfærðum stóreignaskatti á verulegar eignir myndi auka tekjur ríkissjóðs um meira en 20 milljarða á ári og jafnframt tryggja að skattbyrði fari stigvaxandi með hækkandi tekjum.
  • Móta þarf skýran ramma um auðlindagjöld. Gjaldheimta þarf að ná yfir nýtingu ólíkra auðlinda, t.d. fiskveiði, fiskeldi, framleiðslu raforku og nýtingu sem felst í þjónustu við ferðamenn. Færa þarf gjaldheimtu auðlindagjalda undir eitt ráðuneyti.
  • Veiðigjöld voru 4,9 milljarðar á síðasta ári en mat á auðlindarentu fiskveiða fyrir árin 2008-2019 er á bilinu 30-70 milljarðar á ári.
  • Ráðast þarf í markvissar aðgerðir gegn skattsvikum og undanskotum sem áætlað er að kosti samfélagið tugi milljarða ár hvert.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: