- Advertisement -

Verður Katrín næsti forseti Íslands?

Ólafur Arnarson:

„Hermt er að hún hafi leitað eftir áhugaverðum stöðum hjá Sameinuðu þjóðunum, gjarnan hjá UNESCO í París.“

Ólafur Arnarson, stjórnmálaskríbent Hringbrautar, gerir ráð fyrir að Katrín Jakobsdóttir hættir brátt sem formaður Vg og leiti annað. Ólafur bendir á hvernig hún var niðurlægð í eigin ríkisstjórn þar sem hún kom stjórnarskrárfrumvörpum sínum ekki í gegnum þingið og hvernig „samstarfsflokkarnir“ léku Vg grátt með þjóðgarðinn á hálendinu.

Katrín er löskuð. Staðan hennar er allt önnur og verri en hún var.

Ólafur Arnarson á hringbraut.is: „Með Katrínu illa laskaða eftir þá niðurlægingu sem hún mátti þola í þinginu undir lokin og Svandísi í illdeilum við stóra hópa þarf ekki að gera ráð fyrir að VG fái góða kosningu í haust. Flokkurinn gæti endað í eins stafs prósentutölu með sex eða sjö þingmenn í stað ellefu í síðustu kosningum. Ekki þyrfti þá að gera ráð fyrir flokknum í næstu ríkisstjórn. Hvað gerir Katrín þá?“

Ólafur:

Virðingarstaða í útlöndum næstu árin yrði kjörin fyrir hana til að búa sig undir að sækjast eftir embætti forseta Íslands.

Ólafur heldur áfram: „Hermt er að hún hafi leitað eftir áhugaverðum stöðum hjá Sameinuðu þjóðunum, gjarnan hjá UNESCO í París. Virðingarstaða í útlöndum næstu árin yrði kjörin fyrir hana til að búa sig undir að sækjast eftir embætti forseta Íslands þegar Guðni lætur af embætti eftir sjö ár, en hann hefur afdráttarlaust lýst því yfir að hann hyggist ekki sitja lengur en tólf ár.“

„Katrín gæti hæglega fengið góðan stuðning í forsetaframboði ef hún hyrfi fljótlega úr argaþrasi stjórnmálanna og hlýtur í raun að teljast líkleg sem næsti forseti Íslands haldi hún rétt á spilunum. En hver gæti þá tekið við VG? Ekki þarf að leita langt yfir skammt. Svandís Svavarsdóttir er eina manneskjan í flokknum sem hefur stjórnmálareynslu til að takast á við slíkt leiðtogahlutverk. Ekki skortir hana sjálfstraustið. Formennska í VG yrði draumastaða fyrir hana,“ skrifar Ólafur og svo:

„Pólitískir andstæðingar VG deila þeim draumi með Svandísi og geta vart hugsað sér heppilegri andstæðing en hana.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: