- Advertisement -

Verður kílómetragjald lagt á rafbíla?

- þannig spurði Ari Trausti Guðmundsson á Alþingi

„Uppsetning hleðslustöðva með ókeypis rafmagn hefur gengið of hægt og of litlu opinberu fé hefur verið varið til þeirra. Nú eru aðeins 67 milljónir króna af opinberu fé á ári í þrjú ár til ráðstöfunar. Brátt fara svo orkusölur að hyggja að beinni sölu raforkunnar á hleðslustöðvum og ríkisvaldið að hyggja að tekjumissinum þegar notkun á olíu og bensíni minnkar. Verður þá kílómetragjald lagt á rafbíla? Er rétt að stöðva sölu nýrra bíla með hefðbundnum orkugjöfum innan tiltekinna ára eins og heyrst hefur?,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson á Alþingi í dag.

Hann vildi vegkja athygli á þessu vegna þess að okkur er lofuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum; „…og klukkan tikkar óvenju hratt í mannheimum frammi fyrir loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra. Að nógu er að hyggja í samgönguþætti þeirrar áætlunar bæði tekju- og gjaldamegin. Það er vert að muna að hagnaður í beinhörðum peningum er ekki alltaf eini rétti mælikvarði árangurs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: