- Advertisement -

Verslunarfólki vísað á Vinnumálastofnun

Ráðhúsið / Mikill kurr er meðal borgarfulltrúa vegna lokunnar á Laugavegi og nærliggjandi götum. Meira að segjast heyrist frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks. Þeir eru á móti vilja meirihlutans.

„Það er ekki síst mikilvægt á þessum erfiðu og óvissutímum í efnahagsmálum að stutt sé við bakið á fyrirtækjum í miðbænum. Ljóst er að að kaupmenn verða fyrir tekjufalli þegar aðgengi að verslunum er þrengt. Það er einmitt þess vegna sem borginni ber að endurskoða umræddar götulokanir til að koma í veg fyrir að verslanir loki og starfsfólk þeirra bætist á atvinnuleysiskrá Vinnumálastofnunar,“ segir í bókun þeirra í borgarstjórn.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að götulokaninarnar í miðbænum verði teknar til endurskoðunar og alvöru samráðsferli verði komið á við rekstraraðila og íbúa svæðisins. „Mikilvægt er að gerður sé sáttmáli um tilhögun á svæðinu, enda mikilvægt að ná ríkri sátt á milli aðila. Þannig tryggjum við blómlegan rekstur og mannlíf til framtíðar.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: