- Advertisement -

Vigdís segir Stefán skulda sér afsökunarbeiðni

 „Núverandi borgarritari lýsti því yfir í viðtali að hann óskaði ekki eftir samstarfi við minnihluta borgarstjórnar eftir að hann kallaði þá tudda á skólalóð. Í byrjun kjörtímabils sýndi hann mikið óhæði með því að hjóla í undirritaða í fjölmiðlum og hafði rangt við ásamt skrifstofustjóra skrifstofu síns sjálfs og borgarstjóra. Skuldar hann mér enn opinbera afsökunarbeiðni vegna þess máls. Inn í starfslýsinguna vantar hlutleysiskröfu þess sem er ráðin/ráðinn. Hins vegar er gott að ákvæði sé um að lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum séu skilyrði,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir í borgarráði.
Búið er að auglýsa eftir nýjum borgarritara eftir að Stefán Eiríksson var ráðinn útvarpsstjóri.

Vigdís segir ábyrgðarsvið borgarritara vera skýrt samkvæmt auglýsingunni og er það tekið upp úr starfslýsingu Reykjavíkur um starf borgarritara. „Þar kennir ýmissa grasa sem beinlínis uppljóstrar að borgarritari hafi farið mjög út fyrir starfssvið sitt frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Sá sem verður ráðinn borgarritari verður að vera yfir pólitík hafinn og slíta verður hið nána samband borgarritara og borgarstjóra. Borgarritari á að þjónusta í fyrsta lagi alla borgarbúa og ekki síður kjörna fulltrúa hvar sem í flokki þeir standa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: