- Advertisement -

Vilja ólm þrengja að gamlingjunum

Það sem stjórnmálamenn kalla fráflæðisvanda vilja þeir nu leysa með afnámi einsmannsherbergja á elliheimilum og hjúkrunarheimilum. Eftir mikla vinnu og samstöðu er nánast búið að koma í veg fyrir fjölmenni í herbergjum. Sem betur fer. Nú vill ríkisstjórn Íslands snúa til baka. Þetta er kolbrjálað.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar skrifar merka grein í Mogga dagsins. (Mogginn er sífellt minna lesinn. Í síðustu mælingu kom í ljós að rétt um átta prósent fólks innan við fimmtugt les Moggann).

Ástæðulaust er að stytta grein Gísla Páls. Í henni leynir sér ekki hversu getulaust stjórnmálafólkið er:

Ég fékk sím­hring­ingu frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands, eða heil­brigðisráðuneyt­inu, man það ekki al­veg, fyr­ir nokkr­um vik­um. Til­efnið var mjög erfið staða Land­spít­al­ans á þá leið að þar dveldu allt of marg­ir aldraðir ein­stak­ling­ar, sem ættu frek­ar að búa á hjúkr­un­ar­heim­ili en að eyða síðustu ævi­dög­un­um á há­tækni­sjúkra­húsi. Sem er sko al­gjör­lega satt. En símtalinu fylgdi ótrú­leg beiðni. Hvort við gæt­um ekki bætt við rúm­um í ein­stak­lings­her­bergi Grund­ar þannig að það kæm­ust tveir heim­il­is­menn í eins manns her­bergi. Hoppað ára­tugi aft­ur í tím­ann í einu sím­tali. Og pissað ræki­lega í báða skóna. Ég trúði varla því sem ég heyrði, en þetta er dagsatt!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við á Grund­ar­heim­il­un­um, á Grund og í Ási, höf­um sl. ára­tugi verið að fækka tví­býl­um og út­búið eins manns her­bergi með sérbaðher­bergi fyr­ir hvern og einn. Nokk­ur tví­býli eru enn á Grund og sömu sögu er að segja úr Ási. Við stefn­um að því að þau verði öll úr sög­unni á næstu árum. En þarna var sem sagt verið að snúa við já­kvæðri og skyn­sam­legri þróun und­an­far­inna ára á auga­bragði. Ein­hverj­ir gætu sagt að þetta yrði bara til bráðabirgða og stæði stutt yfir. En lítið til dæm­is á Víf­ilsstaði sem Land­spít­al­inn rek­ur. Hefðbundn­um hjúkr­un­ar­heim­il­is­rekstri var hætt þar árið 2010, enda hús­næðið og öll aðstaða allsend­is ófull­nægj­andi til slíks. En viti menn, í lok árs 2013 var opnuð þar biðdeild LSH, til bráðabirgða og er enn rek­in sem slík fyr­ir þá sem hafa lokið meðferð á sjúkra­hús­inu og bíða þess að kom­ast í var­an­lega dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili. Þar búa í dag 42 ein­stak­ling­ar. Átta ára bráðabirgðaúr­ræði? Hvað ætli lang­tíma­úr­ræði nái yfir lang­an tíma?

Stjórn­völd hafa dregið lapp­irn­ar um of varðandi upp­bygg­ingu nýrra hjúkr­un­ar­rýma á suðvest­ur­horni lands­ins um langt ára­bil. Reglu­lega dúkk­ar upp umræða meðal op­in­berra aðila um aukna heima­hjúkr­un og heimaþjón­ustu, en eins og hingað til eru slík vil­yrði því miður frek­ar í orði en á borði. Auk­in þjón­usta heim er að sjálf­sögðu af hinu góða en hún dug­ar ekki til því ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar er með þeim hætti að við þurf­um einnig ný hjúkr­un­ar­rými.

Von­andi sér ný rík­is­stjórn ljósið og dreg­ur til baka þess­ar forneskju­legu hug­mynd­ir um að fjölga ein­stak­ling­um í þeim her­bergj­um sem nú­ver­andi heim­il­is­menn hjúkr­un­ar­heim­ila búa í í dag. Pissið verður fljótt kalt í skón­um.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: