- Advertisement -

Þingmenn vilja útiloka helmingaskiptin

„Hér á landi hefur tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni.“

Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram frumvarp um að skipan sendiherra verði ekki einkamál utanríkisráðherra hverju sinni og að stöðurnar verði auglýstar og allt verði upp á borðum. Þingmenn Bjartrar framtíðar höfðu áður flutt samskonar frumvarp. Ám árangurs.

Þingmennirnir gera ráð fyrir að utanríkisráðherra muni þurfa að setja málefnaleg skilyrði um  hæfni umsækjenda eins og um önnur opinber störf. „Kröfur um gagnsæi munu þá fela í sér aðhald á þá leið að á þessum sjónarmiðum sé raunverulega byggt við skipun viðkomandi aðila.“

Sem svo oft áður skerum við okkur frá nágrannalöndum.

„Hér á landi hefur tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Ekki liggja fyrir skýr viðmið sem leggja skuli til grundvallar og er skipunarferlið ógagnsætt. Hjá öðrum Norðurlandaþjóðum er þessu öðru vísi háttað. Í Danmörku, Noregi og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar. Almennt eru lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmönnum hennar gefist kostur á að sækja um. Ákvörðun um skipun er svo tekin á grundvelli faglegs mats á hæfi, árangri og frammistöðu umsækjenda, jafnvel að undangenginni tillögu til ríkisstjórnar, konungsvalds eða forseta. Er því ljóst að mun skýrari viðmið eru þar um slíkar ákvarðanir en hér á landi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flutningsmenn eru; Björn Leví Gunnarsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Halldóra Mogensen, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Víglundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: