- Advertisement -

Vill að fólk fái að vinna eftir sjötugt

Þorsteinn Sæmundsson.

„Margoft hefur komið fram í bæði máli þess sem hér stendur og annarra að þetta er sóun á hæfileikum, þekkingu og verðmætum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki þegar hann talaði um eigið frumvarp. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfslokaaldru ríkisstarefsmanna hækki úr 70 árum í 73 ár.

„Dæmi eru um að embættismenn og aðrir ríkisstarfsmenn séu ráðnir sem verktakar eftir starfslok til að sinna störfum sem þeir sinntu áður. Það fyrirkomulag er snúið fyrir báða aðila og hvorugum til hagsbóta. Nú þegar aldraðir gera ríkari kröfur en áður um fulla þátttöku í þjóðfélaginu lengur fram eftir aldri er bæði rétt og skylt að gera þeim það kleift með því að hækka hámarksaldur þeirra sem vinna hjá ríkinu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu,“ segir meðal annars í greinagerð frumvarpsins.

„Formaður Landssambands eldri borgara hefur orðað þetta þannig mjög vel að menn fari ekki fram yfir síðasta söludag þó að þeir bæti einu ári við ævina. Það er einmitt það sem þetta mál snýst um, að leiðrétta það ranglæti sem felst í því að einn hópur starfsmanna á vinnumarkaði skuli undir það seldur að hætta við sjötugt og í öðru lagi að við höfum ekki efni á að sóa hæfileikum þeirra og verðleikum. Vegna þess að það er búið að vera kappsmál Miðflokksfólksins mjög lengi vænti ég þess að við munum sækja það mjög fast að ráðherra komi fram með frumvarp mjög snemma á haustþingi. Við munum fylgjast gaumgæfilega með því og við munum að sjálfsögðu í millitíðinni leggja fram fleiri mál sem varða aldraða, hvað varðar vinnuframlag þeirra, hvernig þeir greiða skatt af sínum launum og að þeir skuli eins og nú er þurfa að sæta 100.000 kr. frítekjumarki sem er ekki hvetjandi til atvinnuþátttöku. Allt þetta þarf að skoða og Miðflokkurinn mun ekki láta sitt eftir liggja að koma fram með mál sem varða þessi atriði,“ sagði Þorteinn Sæmundsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: