- Advertisement -

Vill Brynjar virkilega færa mannfórnir?

BN „En samt er þetta veira, ekki ósvipuð því sem geng­ur yfir á hverju ári. Hún er nátt­úr­lega bara hættu­leg þröng­um hópi sem er veik­ur fyr­ir.“

Ingu Sæland virðist brugðið við hvernig Brynjar Níelsson tekur afstöðu Trump til kórónuveirunnar. Svo mjög að Inga skrifar um Brynjar og veiruna í Mogga dagsins:

„Þær radd­ir verða sí­fellt há­vær­ari sem halda því fram að þetta Covid-19 sé ekk­ert hættu­legra en hver önn­ur flensa. Brynj­ar Ní­els­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is sem ég sat í gær­morg­un, að stjórn­völd væru nú kom­in á ystu nöf í vald­heim­ild­um til að skerða frelsi borg­ar­anna í bar­áttu gegn veirunni. Heyra mátti á máli hans að hon­um þætti nú of langt gengið. Hann sagði meðal ann­ars: „En samt er þetta veira, ekki ósvipuð því sem geng­ur yfir á hverju ári. Hún er nátt­úr­lega bara hættu­leg þröng­um hópi sem er veik­ur fyr­ir.“

Mér heyr­ist að með þess­um mál­flutn­ingi sé verið að mæl­ast til þess að við leyf­um bara veirunni að flæða yfir sam­fé­lag okk­ar í eitt skipti fyr­ir öll. Að við tök­um brimskafl­inn í fangið, og auðna ráði hver okk­ar standi eft­ir upp­rétt á lífi og hver skuli hugs­an­lega hljóta var­an­legt heilsutjón eða deyja. Þau sem lifi af þessa orr­ustu muni mynda ónæmi gegn veirunni og málið sé leyst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

IS: Ég mun aldrei mæla með því að fórna þeim viðkvæmu og veiku í nafni Mammons. Aldrei!

Gott og vel. Þetta er sjón­ar­mið sem má ræða. En þá vil ég líka að Brynj­ar og skoðana­systkini hans tali hreint út og svari því hver okk­ar skuli draga stystu strá­in; missa heils­una og/​eða deyja. Sá „þröngi hóp­ur sem er veik­ur fyr­ir“ er fjöl­menn­ur. Í hon­um er fólk á öll­um aldri og mörg með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, s.s. hjarta-, æða- og önd­un­ar­færa­sjúk­dóma. Og er heil­brigðis­kerfi okk­ar í stakk búið til að höndla alls­herj­ar covid-far­ald­ur meðal þjóðar­inn­ar? Það mun nú þegar á ystu nöf. Eða eig­um við kannski bara að hafa þetta eins og í spænsku veik­inni þar sem fólk dó bara heima hjá sér unn­vörp­um og átti eng­an ann­an kost?

Sjálf bý ég við þannig aðstæður að veir­an má alls ekki koma inn á heim­ili mitt. Hjá mér býr níræður faðir minn. Maður­inn minn er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Dótt­ir mín, ríf­lega þrítug­ur hjúkr­un­ar­fræðing­ur, fékk Covid í mars og glímdi við eftir­köst þess mánuðum sam­an. Við lif­um í ein­angr­un. Ég er ekki reiðubú­in að segja við mitt fólk að nú skuli það leggj­ast á högg­stokk­inn vegna þess að Brynj­ar Ní­els­son og skoðana­systkini hans nenni þessu ekki leng­ur.

Við vinn­um ekki bug á veirunni fyrr en bólu­efni fæst og hver dag­ur er dýr meðan við bíðum. En þar til bólu­efnið kem­ur er ég reiðubú­in að berj­ast með kjafti og klóm við að halda þess­ari veiru niðri. Ég mun aldrei mæla með því að fórna þeim viðkvæmu og veiku í nafni Mammons. Aldrei!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: