- Advertisement -

Villandi, en viljandi?

Fyrirsögnin með fréttinni um rekstur Mannvits er merkileg. Í það er látið skína að reksturinn gangi illa vegna hækkandi launa. Þetta getur ekki verið rétt, alla vega ekki í þessu tilviki.

Til efst er að nokkur starfsmaður Mannvits, nema kannski ræstingarfólk, ef það er þá ekki á vegum starsmannaleigu og því ekki „starfsmenn“ Mannvits, fái laun samkvæmt kjarasamningum. Eflaust eru allir starfsmenn á persónulegum launasamningu, en látið er sem versnandi afkoma sé vegna almennra kjarasamninga.

Framundan eru fleiri ámóta fréttir þar sem baráttan á vinnumarkaði er hafin, ekki síst hjá atvinnurekendum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: