- Advertisement -

Éta úr lófa Bjarna Benediktssonar

Stjórnmál Katrín Jakobsdóttir og annað forystufólk í stjórnmálunum sættist fullkomlega á langtíma áætlun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að fresta helstu breytingum á stjórnarskránni þar til víst er að hann verði farinn af sviðinu.

Fram til þess hefur Sjálfstæðisflokkurinn varist eindregið að breytingar á stjórnarskránni nái í gegn. Nú er stefnan að létta honum baráttuna. Hvers vegna er ómögulegt að átta sig á. Það eru helst Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Benedikt Jóhannesson sem kætast með Bjarna. Annað fólk er ekki eins glatt með tillögu Bjarna.

Látið er sem staða Bjarna sé sterk og taka verði sérstakt tillit til hans vilja. Kannski þarf að minna á að hann sigldi ríkisstjórn sinni í strand. Því er staða hans ekki svo merkileg að elta þurfi hann í viðleitninni í að fresta fram í hið óendanlega að framkvæma þjóðarviljann.

Staða stjórnmálanna hefur sjaldan, jafnvel aldrei, verið verri en nú. Látið er sem það skipti litlu. Bætt er í bálið.

– sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: