- Advertisement -

Aldrei á að gefa hluthöfum peninga

Ef menn samþykkja nauðasamninginn ekki leysir bankinn hlutafé dótturfélagsins til sín og móðurfélagið fer í gjaldþrot.

Ragnar Önundarson skrifar:

Munum: Það eru engin ,,kerfislæga mikilvæg“ fyrirtæki (kennitölur) til, bara „kerfislæga mikilvægur“ rekstur. Markaðsbúskapur lýtur ákveðnum lögmálum. Aldrei á að gefa hluthöfum peninga. Áhættufé á að tapast fyrst. Stundum vill hið opinbera vernda tiltekna starfsemi, vegna hagsmuna almennings. Það var gert í október 2008, þegar stofnaðir voru nýir bankar sem yfirtóku það sem þótti mikilvægt að halda gangandi.

Núna er það Icelandair sem er í vanda. Stofna má nýtt dótturfélag Icelandair, sem taki við nokkrum flugvélum og flugleiðum sem þykir mikilvægt að tryggja framhald á. Sá rekstur er „hífður niður“ (hive-down) í nýja félagið. Bankinn lánar fyrir nýja hlutafénu og tekur veð í því um leið, sem er óriftanlegt af því að nýtt fé fylgdi. Búa þarf svo um hnútana að bankinn geti leyst hlutaféð til sín án undangengins uppboðs. Eignarréttur núverandi hluthafa er virtur, af því að móðurfélagið á dótturfélagið. Rekstur dótturfélagsins verður undir nánu eftirliti veðhafa í eignum og hlutafé þess. Á meðan leitar móðurfélagið nauðasamninga, ótryggðum kröfum og veðkröfum í taphættu er breytt í hlutafé og eldra hlutafé er fært niður. Þetta eru afarkostir, ef menn samþykkja nauðasamninginn ekki leysir bankinn hlutafé dótturfélagsins til sín og móðurfélagið fer í gjaldþrot. Oddný Harðardóttir var með þessa hugmynd fyrir nokkrum dögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: