- Advertisement -

Húsvanir ráðherrar og embættismenn

Leiðari / Stundum ber að hlusta á það sem Davíð Oddsson segir eða skrifar. Skárra væri það nú. Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra. Talað er af þekkingu þegar hann tjáir sig um það sem gerist bak við tjöldin.

Þegar Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mynduðu sína ríkisstjórn háttaði þannig til að enginn ráðherra í ríkisstjórninni hafði áður gegnt ráðherraembætti. Ekki einn einasti

Þá skrifaði Davíð að flestir ráðherrar verði fljótt húsvanir. Það er að embættismenn ráðuneytanna nái fljótt tökum á hinum nýjum ráðherrum. Eflaust er þetta rétt. Um það eru mýmörg dæmi.

En af hverju að tala um þetta núna? Jú, vegna þess að Davíð kemur inn á þetta í Staksteinum, svona beint á ská. Hann er að fjalla um andstöðu Sigríðar Á. Andersen um skráningu hagsmuna í stjórnarráði Íslands.

„Hún benti á að ef ætl­un­in væri að auka gagn­sæi og auka traust borg­ar­anna á stjórn­sýsl­unni ætti ekki að und­an­skilja upp­lýs­ing­ar um „hags­muna­árekstra skrif­stofu­stjóra og ráðuneyt­is­stjóra, og jafn­vel upp­lýs­ing­ar um þá starfs­menn á plani, ef ég má orða það þannig, sem taka raun­veru­lega ákv­arðan­irn­ar. Sem að kveða upp úr­sk­urðina.“

Þarna upplýsist, kannski enn og aftur, að húsvanir ráðherrar, ráða nánast engu. Ekki öðru en því sem starfsmenn á plani ráðuneytanna leyfa þeim.

Og hvað segir reynsluboltinn um þetta, er þetta virkilega rétt:

„Þetta er hár­rétt ábend­ing. Til­hneig­ing­in hef­ur verið sú að færa æ meiri völd í hend­ur ókjör­inna og nafn­lausra emb­ætt­is­manna og nefnda með þeim rök­um að það sé fag­legt. Ef völd­in eiga að vera þar, sem er hvorki lýðræðis­legt né æski­legt að öðru leyti, er auðvitað nauðsyn­legt að hul­unni sé svipt af emb­ætt­is­mönn­un­um og að þeir lúti sömu regl­um og eft­ir­liti og til dæm­is ráðherr­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: