- Advertisement -

Myndi ekki treysta Þorvaldi í búðarferð

Nýjasta dæmið er móðursýkisköstin vegna þess að fjármálaráðherra hafði ekki áhuga á þeirra manni sem ritstjóra norræns hagfræðirits.

Brynjar Níelsson kemur formanni sínum til hjálpar:

„Líf sumra stjórnmálamanna virðist snúast aðallega um að skapa pólitísk uppnám að óþörfu. Til er einn stjórnmálaflokkur sem er eingöngu í slíkum upphlaupum. Annar flokkur, Samfylkingin, er á harðahlaupum í sömu átt og gefur hinum ekkert eftir núorðið. Gott dæmi er sýndarmennskan um frumkvæðisrannsókn á hæfi sjávarútvegsráðherra. Nýjasta dæmið er móðursýkisköstin vegna þess að fjármálaráðherra hafði ekki áhuga á þeirra manni sem ritstjóra norræns hagfræðirits, sem ætlað er að vera fjármálaráðuneytum norrænu ríkjanna til halds og trausts.

Ekki eru spöruð stóru orðin eins og valdníðsla og „berufsverbot“, sem ég efast um að þau viti hvað merkir. Sjálfhverfa fólkið heldur auðvitað að allt snúist um það sjálft. Þetta er samt sama fólkið og heimtar að hinir og þessir séu beinlínis reknir úr störfum fyrir „rangar skoðanir“ sem falla ekki að pólitískri rétthugsun þeirra og hafa náð miklum árangri í þeim efnum.

Ekki ætla ég að tala illa um Þorvald Gylfason.

Ekki ætla ég að tala illa um Þorvald Gylfason og hann hefur örugglega ýmsa kosti þótt þeir séu kannski ekki áberandi. Samt mætti vera mikill skortur á kandídötum í starfið svo ég réði Þorvald mér til halds og trausts. Og miðað við framgöngu hans í opinberri umræðu myndi ég ekki einu sinni treysta mér til að senda hann út í búð fyrir mig, jafnvel þótt hann væri með miða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: