- Advertisement -

Verstu ráðherrar gærdagsins

Hýðinu var flett af á Alþingi í gær og ljós komu vondir ráðherrar. Ásmundur Einar Daðason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Enn heldur Ásmundur Einar meira en milljarði sem átti fyrir löngu að renna til að styrkja stöðu öryrkja. Hann ætlar ekki að skila fátækasta fólkinu peningum sem þeir eiga inni. Og hver vegna ekki? Jú, það er kominn kosningavetur segir ráðherrann. Aumara yfirklór verður vandfundið.

„Þegar þingmálaskrá var gefin út fyrir skömmu tók sá sem hér stendur ákvörðun um að ekki yrði mögulegt að ráðast í þessar stóru kerfisbreytingar núna á kosningavetri,“ sagði ráðhherrann. Á meðan fá öryrkjar ekki peninga sem löngu er búið að lofa þeim. Ásmundur Einar þvinga öryrkjar í starfsgetumat. Þeir fá ekkert en vilji ráðherrans og ríkisstjórnarinnar verða ofan á.

Ömurlegt viðhorf sem sýnir illan hug.

Þá er það Áslaug Arna. Ágúst Ólafur Ágústsson sagði: „Fyrir 16 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég lagði fram ásamt 15 öðrum þingmönnum, um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmannamálum var þetta mál samþykkt og var ríkisstjórninni falið að undirbúa lögfestinguna. Til viðbótar átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum eigi síðar en 13. desember 2020.“

Ágúst Ólafur spurð Katrínu Jakobsdóttur um málið. Hún virtist koma af fjöllum:

„Ég þekki það ekki alveg og verð bara að viðurkenna það hér. En ég skal með gleði taka þetta upp við dómsmálaráðherra og kanna það hvar vinnan stendur,“ sagði Katrín og hét því að ýta við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Þetta er vont mál. Alþingi samþykkir og gefin er út dagsetning. Ráðherranum virðist vera eins mikið sama um afstöðu Alþingis. Lætur samþykktir þess sem vind um eyrun þjóta.

Í gær sást gagnleysa tveggja ráðherra. Hvað verður í dag?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: