- Advertisement -

Siðleysisreglur Sjálfstæðisflokksins eru ekki landslög

Atli Þór Fanndal skrifar:

Það hvernig íhaldið hamast á lögreglu vegna þess að fram kom í dagbókarfærslu að ráðherra hefði gerst brotlegur við sóttvarnir er hreinlega orðið sjálfstætt spillingarmál. Hvað heldur þetta lið eiginlega að það kallist ef kerfið er hannað til að þegja yfir athöfnum framkvæmdavaldsins? Ráðherra er framkvæmdavaldið!

Persónuvernd sér enga ástæðu til að skoða þetta mál. Það væri gjörsamlega galin spilling ef framkvæmdavaldið nyti einhvers friðhelgis lögreglu. Siðleysisreglur Sjálfstæðisflokksins eru ekki landslög. Samt er ráðherra búinn að hringja og spyrjast út í þetta og lögregla búin að endurskoða sína vinnusiði. Þetta er svo galið fúsk!

Hvernig fær flokkurinn að taka bara lögin í eigin hendur endalaust. Og ef kerfið er hannað svo að flokkurinn komist upp með allt til hvers þá að spyrja alltaf hvort ráðherra hafi sérstaklega beðið um eitthvað? Það er alveg fáránlega óábyrg umræða í gangi um þetta mál. Drifin áfram af þeim kúltúr að hækka alltaf sönnunarbyrðina á almenning.

Ráðherra þarf ekkert að biðja um spillingu ef kerfið er bara hannað til að verja flokksfélaga hans. Bjarni braut sóttvarnarreglur (og er framkvæmdavaldið) og Áslaug Arna sá ástæðu til að hringja tvisvar í lögreglu útaf málinu en ekki skrá samtalið (sem er líka brot á lögum). Persónuvernd sér ekki einu sinni ástæðu til að skoða þessa dagbókarfærslu (enda var enginn einstaklingur nefndur heldur kom fram að framkvæmdavaldið var á staðnum ).

Hvers vegna er látið eins og gagnrýni á lögreglu sé eitthvað framlag í þessa umræðu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: