- Advertisement -

Að tjalda við hliðina á kjarnorkuveri

„Þegar ég var í þinginu fannst mér tíminn fyrir þinglok alltaf erfiðastur því þá voru mestu átökin (og mér líður ekki vel í átökum ólíkt sumum sem starfa í stjórnmálum) og ljóst varð að mörg góð, framfaramál myndu ekki ná fram að ganga. Þá, á kjörtímabilinu 2009-13, voru það mál stjórnarflokkanna sem döguðu uppi. Sum þeirra voru stór, falleg, vel unnin og löngu tímabær eins og nýja stjórnarskráin. Ástæðan var ekki alltaf einföld og stundum margþætt en harðvítug stjórnarandstaða sem stóð fyrir endalausu málþófi og kom í veg fyrir lýðræðislega afgreiðslu málanna átti þar stærstan hlut að máli,“ skrifaði Margrét Tryggvadóttir á Facebook.

„Sú staða sem nú er uppi, þ.e. að öll mál VG daga uppi og verða að „nýjum kosningaloforðum“ á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars að einkavæða banka var að öllu leyti fyrirsjáanleg þegar ríkisstjórnin var mynduð, að undangengnum leikþætti um að reynt hefði verið að mynda annars konar ríkisstjórn.

Ég á marga vini í VG og veit að þar er margt gott fólk en skelfing er það í vondum félagsskap og mikið finnst mér leiðinlegt að horfa á þau réttlæta þetta stjórnarsamstarf enn á ný eftir að hafa étið skít á hverjum degi í fjögur ár eins og góð kona orðaði það. Maður tjaldar ekki við hliðina á kjarnorkuveri,“ skrifaði Margrét.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: