- Advertisement -

Hver drap nýju stjórnarskrána?

Katrín Baldursdóttir:

„Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo Framsóknarflokkinn í lið mér sér í baráttunni gegn breytingum á stjórnarskránni.“

Það ægivald sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á dómsvaldinu og þar með talið á Hæstarétti er vel lýst í þessari vönduðu grein sem birtist í Stundinni árið 2015 um klúðrið, plottið, vanhæfni og vanþekkingu stjórnmálamanna í stjórnarskrármálinu og ítök íhaldsaflanna í þjóðfélaginu. Kosning til stjórnlagaþings um gerð nýrrar stjórnarskrár var kærð til Hæstaréttar. Þá komu ítök Sjálfstæðisflokksins, hagsmunaafls stórútgerðarinnar sem alls ekki vildi breyta auðlindaákvæðinu, berlega í ljós.

„Það kom í hlut sex dómara að skera úr um málið. Tveir þeirra, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Gunnlaugur Claessen, eru gamlir félagar Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde úr Eimreiðarhópnum, klúbbi frjálshyggjumanna sem mótaði íslenskt stjórnmálalíf og stefnu Sjálfstæðisflokksins um árabil.

Af þeim 25 sem náðu kjöri til stjórnlagaþings höfðu 24 fulltrúar hvatt til þeirrar róttæku breytingar að þjóðareign auðlinda yrði bundin í stjórnarskrá. Meðal dómaranna var önnur skoðun ríkjandi; fjórir höfðu lagst opinberlega gegn þjóðareign auðlinda og einn dómarinn, Viðar Már Matthíasson, er bróðir Guðbjargar Matthíasdóttur, eins ríkasta kvótaþega Íslands og fyrrverandi skattadrottningar. Höfðu allir dómararnir, að einum undanskildum, verið skipaðir af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þeim flokki sem hafði sannarlega ekki farið dult með andúð sína á stjórnlagaþinginu.“

Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo Framsóknarflokkinn í lið mér sér í baráttunni gegn breytingum á stjórnarskránni. Og við vitum hversu hörmulega málið endaði.

Fólk verður að kjósa aðra stjórnmálamenn á Alþingi ef það vill að farið verði eftir vilja þjóðarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: