- Advertisement -

Opið bréf til framjóðenda

Hjördís Björg Kristinsdóttir skrifar:

Ef eldra fólk á að búa lengur heima, skal vanda til verka þegar aðstoð er veitt.

Kæru frambjóðendur til Alþingiskosninga 25. september næstkomandi.

Allir stjórnmálaflokkar tala lofsamlega um hvað þarf að gera fyrir okkur

eldra fólk svo við getum búið sem lengst heima.

Ég gerði  könnun…

Er það ánægjulegt að hlusta á þær umræður, en oft vekur það furðu mína hvað  fólk, sem fjallar um þessi málefni eru lítið inn í þessum málaflokkum.

Ég gerði  könnun á hvað fælist í að fá heimilisþrif og ætla því að fjalla um þann málaflokk í þessari grein minni.

Hringdi ég í þá sem eru yfir flokknum heimilisþrif, þ.e. í eftirtalda þjónustukjarna. Hjá Reykjavíkurborg Efri byggð, Miðbyggð  og Vesturbyggð.

Fyrir svörum voru þær, Anna Lilja Sigurðardóttir í Efri byggð, Björk í Miðbyggð og Guðrún Jóna í Vesturbyggð.

Hjá þessum þjónustukjörnum fékk ég eftirtalin svör við spurningum mínum, sem voru samhljóða og eru þau aðeins rakin hér.

1.     Spurning mín:  Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um heimilisþrif?

2.    Svar: Læknisvottorð.

3.    Spurning mín:  Þegar umsókn hefur borist ásamt læknisvottorði, hvert er þá næsta þrep í ferlinu?

4.    Svar:  Deildarfundur þar sem Teymisstjórar Reykjavíkur þ.e. Efri byggðar, Miðbyggðar og Vesturbyggðar fara yfir gögn, síðan kemur Teymisstjóri í heimsókn og tekur út húsnæðið, hjá þeim sem óskar eftir umræddri þjónustu.  Ef sá sem biður um þjónustuna á maka, er einnig athugað hvað makinn getur gert til að létta undir heimilisþrifum.

5.    Spurning mín:  Hvað felst í heimilisþrifum?

6.    Svar:  Almennt, þrif á gólfum og baðherbergi.

7.    Spurning mín:  En hvað um að þurrka af húsgögnum og skipta á rúmfötum?

8.    Svar:  Það er hægt að biðja um það sérstaklega.

9.    Spurning mín:  Hvað tekur langan tíma, frá að umsókn berst þar til þjónusta er veitt?

10.   Sjö til tíu dagar almennt, gæti farið upp í þrjátíu daga.

11.    Almennt, þrif á gólfum og baðherbergi.

12.    Spurning mín:  Er skortur á starfsfólki í heimilisþrif?

13.    Svar.  Það kemur fyrir, þó helst þegar sumarfrí eru.

14.   Spurning mín:  Er hægt að sækja um niðurfellingu á gjaldskrá, ef viðkomandi þjónustuneytendur eru eingöngu með laun frá Tryggingastofnun?

15.   Svar:  Það er tekið til athugunar.

16.   Spurning mín:  Hver gefur út gjaldskrána?

17.   Svar:  Ekki viss, en ætli það sé ekki Reykjavíkurborg.

Kópavogur:

Hvert er fyrsta skref þess sem óskar eftir heimilisþrifum?

Síðan hringdi ég í Kópavogsbæ og lagði fyrir þjónustustjóra þar í bæ eftirfarandi spurningar.

Sú sem svaraði spurningum mínum hjá Kópavogsbæ, heitir Katrín Knudsen.

1.     Spurning mín:  Hvert er fyrsta skref þess sem óskar eftir heimilisþrifum?

2.    Svar:  Leggja inn umsókn sem hægt er að gera rafrænt, einnig þarf að leggja inn læknisvottorð og upplýsingar um tekjur, sjá skattaframtal.

3.    Spurning mín:  Hvers vegna þarf að leggja fram skattaframtal?

4.    Svar:  Það fer eftir tekjum hvað greitt er per: klst.

5.    Spurning mín:  Hvernig hljóðar gjaldskrá ykkar?

6.    Svar:  Einstaklingur sem er með mánaðartekjur kr. 337.700 – eða lægri tekjur, getur sótt um að fá þjónustuna frítt.

7.    Spurning mín:  En ef það eru hjón?

8.    Svar:  Hjón sem eru með samanlagðar mánaðartekjur kr. 548.863  – eða lægri mánaðar tekjur, geta sótt um að fá þjónustuna frítt.  Hjón með hærri mánaðartekjur, en samt lægri en kr. 658.635 – greiða kr. 541 – per: klst.  En ef samanlagðar mánaðartekjur hjóna eru hærri, greiða þau kr.1.092 – per klst.  Þegar ég spurði hvað tæki langan tíma frá að útfyllt umsókn bærist, þar til þjónusta væri veitt, tók það 4-6 vikur.  Umsókn færi í ferli og Teymisstjóri kæmi í heimsókn og tæki út þörf og ef um hjón væri að ræða, væri ath. hvað maki gæti tekið að sér til að létta undir í þrifum.  Þegar ég spurði hvað fælist í heimilisþrifum, var það þrif á gólfum og baðherbergi, nema beðið væri um meiri þrif, en það væri þá oftast að þurrka af og skipta um rúmföt. 

Hafnafjarðabær, Herdís Hjörleifsdóttir svaraði spurningum mínum.

Spurningar mínar voru samhljóða þeim spurningum, sem ég leitaði svara við  í framan töldum þjónustukjörnum.

Þó var ekki minnst á það að metið væri hvað maki, ef hann væri til staðar gæti gert til að létta undir þrifin.

Bætti þó við nokkrum spurningum, þar sem Herdís var ljúf  og jákvæð við að svara spurningum mínum.

Hún svaraði mér að hjá Hafnafjarðabæ, leitaðist alltaf við að mæta öllum þörfum þess sem á heimilishjálp þyrfti að halda, t.d. væri hægt að óska eftir að fá daglega aðstoð við að þvo upp leirtau, eða setja í uppþvottavél.

Við spurningu minni, hvað tæki langan tíma frá umsókn þar til umbeðin þjónusta væri veitt, var svar hennar sjö til tíu dagar.

Einnig að gjaldskrá væri tekjutengd.

Ég hringdi í Mosfellsbæ, Sigurlaug Hrafnkelsdóttir gaf mér eftirfarandi svör við spurningum mínum, sem voru sömu og áður hafa komið fram.

Mosfellsbær:

Læknisvottorð og útfyllt umsókn þarf að berast, hægt að útfylla rafrænt.  

Læknisvottorð og útfyllt umsókn þarf að berast, hægt að útfylla rafrænt.  Fjölskyldusvið fer yfir gögnin á fundi, síðan er hringt í umsækjandann og fundinn tími sem hentar, til að fulltrúi frá Fjölskyldusviði geti komið heim  til umsækjanda og metið hvaða þrif skuli veita.  Þjónustan hefst eftir þrjátíu daga, en getur þó tekið lengri tíma, fer eftir hvað margir eru á biðlista.  Fyrst er samningur gerður í sex mánuði, að þeim tíma liðnum er  samningur endurskoðaður og umsækjandi þarf þá að endurnýja umsókn.  Heimilisþrif eru að öllu jöfnu veitt í tvær klst: á hálfs mánaðar fresti.

Heimilisþrif innihalda:. Öll gólf innan íbúðar þrifin, baðherbergi þrifið, rusl fjarlægt, ryk þurrkað, skipt á rúmfötum og óhrein rúmföt sett í þvottavél. Reynt að mæta þörfum umsækjanda eftir fremsta megni.  Ef maki er til staðar þarf hann ekki að taka þátt í þrifum, nema hann óski þess.  Greiðsla fyrir heimilisþrif eru ekki tekjutengd í Mosfellsbæ, eru kr. 794.- per: klukkustund.

Ég ákvað að hringja í Seltjarnanesbæ og fá svar við sömu spurningum og eru hér framar í þessari grein

Anna Kristín Guðmarsdóttir deildarstjóri, svaraði spurningum mínum af mikilli alúð.

Gjaldskrá þeirra er launa og afkomutengd.  Öll almenn þrif á heimilum eru veitt í gegnum heimilisþrif.  Brugðist við strax eftir þörf þeirra, sem þurfa á heimilisþrifum að halda hverju sinni.  Ekki skortur á starfsfólki, allir tala og skilja Íslensku sem vinna við heimilisþrif hjá Seltjarnanesbæ.  Sjaldan mannaskipti í stéttinni, en ef nýr aðili kemur inn þá fer vanur starfsmaður með honum í eina viku til að koma honum inn í starfið.

Þvegin eru gólf, þurrkað af húsgögnum, myndum, skipt á rúmfötum, sett í þvottavél, þvegin matarílát eða sett í uppþvottavél, gluggatjöld tekin niður ef þarf og farið með í þvottahús og sótt.  Fyrir jól er aukin þjónusta, hjálpað við allt sem hægt er eins og vera ber á hverju heimili.  Starfsmenn eru vakandi yfir hvað betur megi fara og láta deildarstjóra vita, sem bregst þá við og bætir úr.  Þegar ég spurði hvort væri ætlast til að maki tæki þátt í heimilisþrifum, svaraði Anna mér að ef maki vildi halda færni sinni við á því sviði, væri það hans frjálsa val, en ef hann vildi t.d. fara í sturtu eða skreppa út meðan starfsmaðurinn væri á staðnum gerði maki það.  Maki er frjáls einstaklingur sem nýtir tíma sinn eins og hann kýs að gera, meðan starfsmaður heimilisþrifa er á staðnum.

Þakka ég öllum svarendum mínum  áðurnefndum, fyrir svör þeirra, allir svöruðu af kurteisi, að einum undanskildum, sem sagðist ekki þurfa að gefa mér svör við þessum spurningum.

Þegar þessi svör lágu fyrir, spurði ég nokkra einstaklinga sem ég er málkunnug og hitti nokkuð reglulega í minni félagsmiðstöð, hvort þeir væru með heimilisaðstoð og hvernig þeim líkaði þrifin?

Svörin voru misjöfn eins og við var að búast, sumir bara nokkuð sáttir en aðrir ekki.

Nokkur dæmi:

Heimilishjálpin sagðist ekki geta hjálpað.

Ein kona komin yfir nírætt, sagði mér að það væri karlmaður sem kæmi til þeirra hjóna og allt í lagi, nema hann talaði og skildi íslensku mjög takmarkað og væri auðsjáanlega ekki vanur svona störfum. Hún væri ávallt búin að taka baðmottuna af gólfinu þegar hann mætti, en einu sinni hefði hún þó gleymt því og hann strauk þá bara af gólfinu í kringum mottuna. Önnur kona sagði mér að þegar hún var fótbrotin og gat ekki farið út með ruslið, bað hún heimilisaðstoð sína að taka ruslið og fara með það í ruslagáminn við húsið, en svarið sem hún fékk var að það væri ekki í hennar verklýsingu að fara út með rusl.

Þriðja konan sem ég ræddi við sagði að eitt sinn hefði ein gardína runnið að hluta af gardínubrautinni hjá sér. Hún væri ekki með gott jafnvægi og býr ein og hefði því beðið  eftir að heimilishjálpin mætti ef hún gæti hjálpað sér við að koma gardínunni upp. Heimilishjálpin sagðist ekki geta hjálpað nema að styðja við tröppuna meðan konan setti sjálf upp gardínuna. ( Spurning hvort ekki sé trygging fyrir heimilishjálp, ef slys bæri að höndum við þessar aðstæður.)

Eru þetta góð þrif, eða hvað? Það er ekki nóg að senda einhvern í þrifin, sá hinn sami þarf að vera verki sínu vaxinn. Ef eldra fólk á að búa lengur heima, skal vanda til verka þegar aðstoð er veitt.

Kæru frambjóðendur til Alþingiskosninga 25.september næstkomandi, vonandi lesið þið þessa grein og skoðið hvað er hægt að bæta t.d. í heimilisþrifum ykkar kjósanda. 

Ég hef reynt að fylgjast með umræðum ykkar um að eldra fólki sé gert kleift að búa sem lengst heima, en aðeins séð einn af núverandi flokkum á Alþingi þar sem verkin hafa talað.

Þakka ég Flokki Fólksins fyrir að hafa komið í gegn tveimur veigamiklum  málefnum, sem snertir allt eldra fólk.:

1.     Í júlí 2019 vann flokkur fólksins dómsmál fyrir hönd eldra fólks, þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið gegn eldra fólki með að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. 

2.    Á síðasta þingfundi kjörtímabilsins (2021) var tillaga Flokk Fólksins um að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraða samþykkt  og á að koma til framkvæmda á næsta þingi.

Bind ég sem eldri kona, miklar væntingar við að embætti hagsmunafulltrúa.

Vona að það verði fljótt og giftusamlega afgreitt frá Alþingi á næsta ári.

Hjördís Björg Kristinsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: