- Advertisement -

Þjónustugjöld bankanna jafnar og útflutningstekjur af loðnuvertíðinni

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Galið hvernig viðskiptabankarnir níðast á sínum „viðskiptavinum“ en eins og fram kemur í þessari frétt þá jukust þjónustutekjur bankana um 10% og námu í fyrra tæpum 41 milljarði. Takið eftir, það er nánast sama og nýafstaðin loðnuvertíð skilaði í útflutningstekjur.

Hins vegar liggur fyrir að stærsta tekjulind bankanna í fyrra voru hreinar vaxtatekjur. Þær voru samtals 129,9 milljarðar króna, eða næstum 25 milljörðum krónum meira en þær voru árið 2021. Hreinar vaxtatekjur jukust því um 24 prósent milli ára eftir að hafa einungis vaxið um 2,3 prósent milli 2020 og 2021. Já takið eftir vegna hækkandi stýrivaxta jukust vaxtatekjur bankanna um 25 milljarða á milli ára!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er líka rétt að geta þess að heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja nam um 70 milljörðum á árinu 2022 og er sá hagnaður litlu minni en samanlagður hagnaður í sjávarútvegi orkusæknum iðnaði.

Algerlega óskiljanlegt að stjórnvöld og Alþingi skuli láta þetta viðgangast, en gleymum ekki að lengi vel var nánast allt bankakerfið í eigu þjóðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: