- Advertisement -

Á spariskónum í stjórnarráðinu

Björgvin Guðmundsson berst manna mest fyrir réttlæti til handa eldri borgurum. Forsvarsfólk aldraðra verður að taka sig á, eða hætta ella.
Sigurjón M. Egilsson.

Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, skrifar:

Það allra versta sem getur hent, það fólk sem höllum fæti stendur, er þegar forsvarsfólk þess er boðað til fundar við forsætisráðherra, sama hver gegnir embættinu hverju sinni. Svo virðist, að hver sem er boðaður til ráðherrans, finni rækilega til sín. Fari í sitt fínasta púss og komi af fundunum sem deigt járn og gagnslaust.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Hefur forsvarsfólk aldraðra bankað upp á og innheimt skuldina?

Forsvarsfólk aldraðra eru svo sannanlega ekki undanskilin. Fjarri því. Einn maður, já aðeins einn maður, berst meira fyrir réttlæti aldraðra en allt hitt fólkið samanlagt. Sá er Björgvin Guðmundsson. Í grein sem birt er hér á Miðjunni í dag bendir Björgvin á staðreyndir sem sýna, svo ekki verður um villst að það fólk sem hefur tekið að sér forystu í hópi aldraðra verður að gera annað hvort, að segja af sér eða taka sig á.

„Lífeyrir aldraðra hefur ekki tekið lögbundnum hækkunum.,“ skrifar Björgvin. „Þetta var gróft brot á lögum. En lögum samkvæmt á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun. 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli vikukaups verkafólks og lífeyris aldraðra og ákveðið að í staðinn mundi lífeyrir fylgja launaþróun en þó aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs.“

Og mat Björgvins er skýrt: „Þetta er ein svikamylla. Það er verið að níðast á öldruðum og það er verið að níðast á verkafólki.“

Forystufólkið á og verður að skammast sín í samanburðinum við Björgvin Guðmundsson. Allir spariskóafundirnir hafa engu skilað. Lög eru brotin á öldruðum hvern dag og ekkert er aðhafst. Allavega ekkert sem gagn gerir.

Til að gæta réttlætis verður að benda fólki á nýjan og kröftugan tón meðal öryrkja. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er annars konar. Það er töggur í henni. Hann vantar meðal forsvarsfólk aldraðra.

„Frá þessum tíma hefur lífeyrir alltaf verið að dragast meira og meira aftur úr í samræmi við laun. Það er búið að hlunnfara aldraða um óheyrilegar upphæðir síðan. Tímabært er að gera þá skuld upp,“ skrifar baráttumaðurinn Björgvin Guðmundsson.

Hefur forsvarsfólk aldraðra bankað upp á og innheimt skuldina? Eða dugar að ræða að ræða þess mál uppáklædd í veislusölum valdafólksins?


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: