- Advertisement -

Að hitta mann og annan og þennan

Lífið í heita landinu er aldeilis fínt. Svo margir eru Íslendingarnir hér að nánast daglega hittir maður Íslending, án þess að leggja sig fram við það. Í búðinni í dag hitti ég Arnar Guðmundsson Kristjónssonar skipstjóra. Við Arnar höfðum um margt að spjalla. Hann hefur búið hér í þrettán ár. Er á togara sem gerður er út frá Reykjavík.

Í gær fórum við í verslunarmiðstöðina Zenia Boulevard. Sem við gerum stundum, ekki oft, en stundum. Við úti kaffihúsið sátu Gunnar Þorsteinsson og systir hans Ásdís. Við settumst hjá þeim og sátum saman í drjúga stund. Engin takmörk voru á umræðuefninu. Frábær stund.

Þegar veðrið er gott heima hópast fólk saman. Á Austurvelli, í sundi og hér og þar. Þannig er það hér. Glatt fólk í góðu veðri.

Við erum ekki í formlegum félagsskap við aðra Íslendinga. Rekumst hins vegar oft á Íslendinga. Hér og þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt um það. Nú langar mig að kynna mér verð á leiguíbúðum, verslunum, golfi og fleiru annars staðar en í byggðunum þar sem túristar, eða „útlendingar“ eru ráðandi. Held að það sé spennandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: