- Advertisement -

Að pissa upp í vindinn

Fótgönguliðarnir í B35, Borgartúni 35, og í Hádegismóum keppast hver við annan að pissa upp í vindinn.

Í leiðara dagsins er gagnslausri baráttutækni beitt. Innantómri könnun um að forstjórar nokkurra fyrirtækja ætli að fækka starfsfólki verði samið um kaup og kjör á annan veg en þeir vilja. Svo ekki sé talað um að laun dugi fyrir framfærslu. Slíkt segja fótgönguliðarnir ógn við þeirra eigin efnahagslega framtíð.

„Þess­ari könn­un, og fleiri vís­bend­ing­um í sömu átt, er fjarri því tekið af þeirri al­vöru sem ástæða er til,“ segir leiðara dagsins. Eðlilega, svo ekki sé meira sagt. Hér er mikill hagvöxtur og svo verður víst áfram.

Tónninn er þessi:

„Ná­ist skyn­sam­leg­ir samn­ing­ar fljót­lega er full ástæða til að ætla að hér geti hald­ist góður hag­vöxt­ur og öfl­ugt at­vinnu­líf með batn­andi lífs­kjör­um al­menn­ings. Skelli for­ysta verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar skolla­eyr­um við varnaðarorðum, eins og hún hef­ur gert hingað til, er hætt við að niður­stöður könn­un­ar Gallup verði að veru­leika. Frá því verður að forða.“

Þetta, annars ágæta fólk, verður að finna sér annan takt. Það tekur enginn mark á þessum fullyrðingum, hvorki að fram undan séu fjölda uppsagnir í miklum hagvexti eða að hóflegar kröfur láglaunafólks séu ógn við framtíð þjóðarinnar.

Þau fyrirtæki sem ekki geta borgað laun sem duga fólki til framfærslu er einskis virði.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: