- Advertisement -

Aðför gegn upplýstri umræðu

Svar við grein Ástu Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Það var áhuga­vert að lesa grein Ástu Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs, vegna um­mæla minna í umræðuþætti á Hring­braut. Ásta sak­ar mig um að hafna al­farið op­in­ber­um og alþjóðleg­um hag­töl­um.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lobbí­isti sér­hags­muna­hóps fer á aft­ur­lapp­irn­ar yfir um­mæl­um mín­um eða skrif­um og vænt­an­lega ekki það síðasta. Það vakti sér­staka at­hygli mína að hún tal­ar um fals­frétt­ir og lík­ir um­mæl­um mín­um við ein­hvern trump­isma en virðist sjálf vera upp fyr­ir haus í sömu mykju sem hún reyn­ir að dreifa á aðra.

Í fyrsta lagi sagði ég að hag­töl­ur og meðal­töl geta verið mein­gölluð. Með því var ég ekki að hafna al­farið hag­töl­um, töl­fræði og meðal­töl­um al­mennt.

En að kjarna máls­ins. Af hverju sagði ég þetta og hvað get ég vísað í máli mínu til stuðnings. Ef við byrj­um á neyslu­vísi­tölu­grunn­in­um sem af mörg­um fræðimönn­um er tal­inn gefa brenglaða niður­stöðu meðal ann­ars út af hús­næðisliðnum en hús­næðisliður­inn einn og sér hef­ur gert það að verk­um að hér hef­ur verið verðhjöðnun en ekki verðbólga síðustu ár. Þar sem neyslu­vísi­tölu­grunn­ur­inn er mæld­ur með öðrum hætti en þekk­ist á byggðu bóli hlýt­ur það að gera all­an alþjóðleg­an sam­an­b­urð ómark­tæk­an eða í það minnsta gallaðan eins og ég hélt fram.
Þetta hef­ur kostað ís­lensk heim­ili millj­arða tugi síðustu ár. Launa­vísi­tal­an er svo annað mál en Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa bent á að launa­vísi­tal­an sé mein­gölluð og gefi ekki bara upp ranga mynd af launaþróun held­ur bein­lín­is keyri áfram launa­hækk­an­ir. Nú er far­in af stað vinna við að breyta því hvernig við reikn­um út launaþróun. Ef þess­ar tvær vísi­töl­ur eru meingallaðar hvað er þá hægt að segja um út­kom­una ef þær eru báðar notaðar til að reikna út kaup­mátt?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ásta S. Fjeldsted.
Ragnar Þór segir: „Grein Ástu er frekar aðför að upplýstri umræðu og almennri skynsemi en skjaldborg um upplýstara samfélag.“

Við í VR höf­um ein­mitt gagn­rýnt mjög fram­setn­ingu á út­reikn­ingi á kaup­mætti og þá sér­stak­lega þegar ekki er tekið til­lit til skerðinga vegna tekju­teng­inga, skatta og fleiri þátta eins og vaxta og hús­næðis­kostnaðar sem við höf­um sannað að hafa mik­il áhrif. Einnig er óá­byrgt að setja fram full­yrðing­ar um sam­an­b­urð milli landa varðandi ráðstöf­un­ar­tekj­ur án þess að taka með í reikn­ing­inn hvað kost­ar að lifa. Taka til­lit til vaxta­stigs,verðtryggingar og hús­næðis­kostnaðar og fleiri þátta sem gjör­breyta öll­um sam­an­b­urði, meðal­töl­um og niður­stöðum.

Við erum með fjölda gagna frá leigu­fé­lög­um sem staðfesta 50 til 70% hækk­un á húsa­leigu síðastliðin tvö ár. Hver er kaup­mátt­ur fólks á leigu­markaði sam­an­borið við ná­granna­lönd­in? Þetta er ekki bara ein­hver lít­ill hóp­ur eða ein­hver smá­vægi­leg frá­vik. Þetta er risa­stór tala í jöfn­unni.

Og talandi um hag­töl­ur þá er sam­kvæmt OECD rekstr­ar­kostnaður ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða með því lægsta sem þekk­ist. Það hlýt­ur að vera staðreynd ef marka má of­ur­trú fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs á alþjóðleg­um hag­töl­um.

Staðreynd­in er sú að töl­ur OECD um rekstr­ar­kostnað taka ein­göngu mið af upp­gefn­um rekstr­ar­kostnaði í árs­reikn­ing­um. Í til­felli ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða er það nær ein­göngu skrif­stofu- og stjórn­un­ar­kostnaður en töl­urn­ar taka ekki mið af fjár­fest­ing­ar­gjöld­um líf­eyr­is­sjóða sem er lang­stærsti kostnaður þeirra og mjög mis­mun­andi hvernig hann er greind­ur í upp­gjöri þeirra, bæði hér og er­lend­is. Þannig er í raun ómögu­legt að bera sam­an rekstr­ar­kostnað sjóðanna þó að töl­ur OECD gefi vissu­lega bjarta mynd af okk­ur Íslend­ing­um hvað þetta varðar og hafa þess­ar töl­ur verið notaðar í gríð og erg til að skapa betri mynd af ís­lenska kerf­inu sem er það besta í heimi í öll­um alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Eða hvað? Nú tala fræðimenn um mik­il­vægi þess að breyta líf­eyri­s­kerf­inu og hvernig það hef­ur snú­ist upp í and­hverfu sína.

Ég gæti skrifað linnu­laust um fleiri dæmi en læt staðar numið í bili.

Grein Ástu er frek­ar aðför að upp­lýstri umræðu og al­mennri skyn­semi en skjald­borg um upp­lýst­ara sam­fé­lag.

Sam­kvæmt hag­töl­um ættu þúsund­ir lands­manna sem flúðu hér lífs­kjör eft­ir hrun að standa í biðröðum eft­ir að kom­ast aft­ur heim. Þær biðraðir eru ekki sjá­an­leg­ar hinu vök­ula auga né í hag­töl­um eða grein­ing­um á alþjóðleg­um sam­an­b­urði.

Það er eng­inn ágrein­ing­ur um það að lægstu laun duga ekki til fram­færslu.

Meðal­töl og hag­töl­ur geta verið af hinu góða og gefið ágæta mynd af stöðu þjóðar og sam­fé­lags. Ég hafna þeim ekki. En tel þær geta verið meingallaðar og vara við því að þær séu notaðar sem heil­ag­ur sann­leik­ur þegar annað er aug­ljóst.

Ragnar Þór Ingólfsson. Höf­und­ur er formaður VR.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: