- Advertisement -

Aðför ráðherrans að smábátaútgerðinni

Síðasta veiðiráðgjöf sem stofnunin hefur sjálf viðurkennt að var röng…

Álfhildur Leifsdóttir, sem er fulltrúi VG og óháðra í sveitastjórn Skagafjarðar, er gagnrýnin á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, vegna kvótasetningar grásleppu. Álfhildur skrifar:

„Kvótasetning leiðir bæði til samþjöppunar og minni nýliðunar sem hvor tveggja hefur gríðarlega neikvæð byggðaráhrif. Aukin samþjöppun kemur verst við smærri aðila í vinnslu og útgerð og getur orðið náðarhögg sumra byggðarlaga. Skagafjörður og Norðurland vestra er eitt þeirra byggðarlaga sem munu fara illa út úr kvótasetningu á hrognkelsum.

Veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar hefur verið umdeild og byggt á veikum grunni. Síðasta veiðiráðgjöf sem stofnunin hefur sjálf viðurkennt að var röng, byggði meðal annars á takmarkaðri notkun á fyrirliggjandi gögnum, og þekkingu. Þá var stofnunin staðin að því að hafa beitt röngum útreikningum, sem hún leiðrétti að hluta eftir gagnrýni sem hún fékk á sig. Því miður var stærð hrognkelsastofna verulega vanmetin á síðustu vertíð sem leiddi m.a. til þess að ráðherra stöðvaði ranglega veiðarnar fyrirvaralaust. Það ætti því að skjóta styrkari stoðum undir ráðgjöf þeirrar stofnunar og fleiri óháðra vísindamanna utan stofnunarinnar áður en lengra er haldið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í stað þess að sjávarútvegsráðherra stuðli að fjölbreytni og tækifærum til nýliðunar í sjávarútvegi þá kemur hann fram með frumvarp sem er aðför að smábátaútgerð landsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: