- Advertisement -

Aðgerðir eldri borgara að hefjast

Björgvin Guðmundsson skrifar: „Með undirskriftasöfnun þeirri sem hefst í dag til stuðnings kröfu um hærri lífeyri frá TR sem dugi til framfærslu og sómasamlegs lífs eldri borgara og öryrkja verða þáttaskil í baráttu eldri borgara.  Aldraðir hafa kallað eftir aðgerðum. Þetta er fyrsti liðurinn í aðgerðum eldri borgara gegn stjórnvöldum. Nú ríður á,að samstaða sé nóg og þátttaka það mikil,að að það dugi til þess að stjórnvöld samþykki óskina um hækkun lífeyris. Það gengur ekki lengur, að eldri borgarar og öryrkjar geti ekki framfleytt sér af þeirri hungurlús sem ríkisvaldið skammtar lífeyrisfólki frá almannatryggingum. Tímabært er að lífeyrir hækki það myndarlega að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: