- Advertisement -

„Af hverju eru þau ekki kurteisari?”

Halldór Auðar Svansson skrifaði þetta:

„Ég styð kjarabaráttu lægst launaða fólksins EN ég ætla samt aðallega að leyfa mér að hneykslast á orðfærinu í kringum hana,” er ekki stuðningur við kjarabaráttu lægst launaða fólksins.

Að láta eitthvað orðfæri fólks stuða sig en nenna aldrei að spá í það sem liggur efnislega að baki orðfærinu, að slá það bara sjálfkrafa af borðinu sem markleysu, er að taka mjög harða afstöðu gegn viðkomandi fólki.

Þessi ofurfókus á orðfæri er í raun ákveðið stéttakerfi í sjálfu sér, þar sem það er fólkið sem hefur það fínt sem hefur mest efni á að sýna yfirvegun og hófstillingu í orðfæri. Spurningin „Af hverju eru þau ekki kurteisari?” er náskyld spurningunni „Af hverju borða þau ekki kökur?”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: