- Advertisement -

Álitshnekkur fyrir stjórnendur ráðhússins

„Jafnframt ættu æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar, sem komið hafa að máli fjármálastjórans að sýna þann manndóm að virða dóm héraðsdóms og biðja hann afsökunar."

Það gefur tilefni til íhugunar hvaða úrræði kjörinn fulltrúi hafi, sýni borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra, ekki sóma sinn í því að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á framkomu sinni.

Vigdís Hauksdóttir bókaði eftirfarandi á borgarráðs sem nú stendur yfir.

„Í ljósi nýrra upplýsinga staðfestist að eineltisrannsókn hefur staðið yfir hjá Reykjavík vegna fjármálastjóra ráðhússins. Æðstu embættismenn borgarinnar hafa þrætt ítrekað fyrir að stjórnsýslumál þetta stæði yfir. Á fundi borgarstjórnar hinn 4. september sl. lét borgarstjóri ítrekað hafa eftir sér þau ummæli  „að engin eineltisrannsókn væri í gangi“ og jafnframt „að málið væri ekki lengur á dagskrá“. Þessi ummæli borgarstjóra eru því alröng en nú er upplýst að eineltisrannsókninni sé nú lokið. Máli getur aldrei lokið nema að það hafi hafist.

Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur þurft að sitja undir ásökunum og svívirðingum á opinberum vettvangi um að hafa brotið starfsskyldur og trúnað fyrir það eitt að rækja eftirlitsskyldu sína skv. samþykktum borgarinnar. Það gefur tilefni til íhugunar hvaða úrræði kjörinn fulltrúi hafi, sýni borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra, ekki sóma sinn í því að axla ábyrgð og biðjast afsökunar á framkomu sinni. Sömu kröfu er jafnframt beint að borgarstjóra. Dómsmálið og eftirmál þess er mikill álitshnekkur fyrir æðstu stjórnendur ráðhússins og hefur það valdið fjárhagslegu tjóni fyrir borgina. Þá hefur málið valdið þolandanum og fjölskyldu hans ómældum skaða. Jafnframt ættu æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar, sem komið hafa að máli fjármálastjórans að sýna þann manndóm að virða dóm héraðsdóms og biðja hann afsökunar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: