- Advertisement -

Auðmenn, komið ef þið þorið

… atvinnurekendur og auðmenn… …gangi svo um með milljónirnar sínar í fínu jakkafötunum og keyri í dýru bílunum sínum heim til sín í villurnar.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Já komi þið bara! Kjarkur og þor Ragnars Þórs formanns VR er aðdáunarverður og svo sannarlega mættu aðrir feta í fótspor hans. Afhverju að láta atvinnurekendur og fjármagnseigendur kúga sig til hlýðni? Hver segir að það eigi að vera svoleiðis! Viljum við hafa það þannig? Við erum aflið, við erum fjöldinn. Við erum í meirihluta. Afhverju að láta það ótalið að atvinnurekendur og auðmenn valsi með peningana okkar í lífeyrissjóðunum, sýni ofbeldi og níðingsskap á vinnumarkaði, steli arðinum af auðlindunum okkar, sjúgi peninga úr ríkissjóði á okkar kostnað, neiti að borga fulla skatta, sendi peninga í skattaskjól, stundi glæpsamlega fjármálagjörninga en gangi svo um með milljónirnar sínar í fínu jakkafötunum og keyri í dýru bílunum sínum heim til sín í villurnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er þetta ástand náttúrulögmál? Nei það er það ekki þó þessir ríku menn noti allar leiðir til að telja okkur trú um það og reki fjölmiðla með bullandi tapi svo þeir geti stundað þennan heilaþvott.

Við almenningur eru flest í stéttarfélögum, eða um 200 þúsund okkar. Þetta er fjölmennur her. Atvinnurekendur eiga ekki séns í okkur ef við segjum stopp. Hingað og ekki lengra. Ég tek undir með Ragnar Þór. „Komið þið bara.“ Ef þið þorið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: