- Advertisement -

Auðtekinn skyndigróði að kaupa banka

Helstu tjónin sem urðu voru vegna afskipta stjórnmálamanna, sem reyndu að beita ríkisbönkum pólitískt.

Ragnar Önudarson skrifaði:

Það er alltaf verið að segja okkur að bankastarfsemi sé áhættusöm og að losa þurfi ríkið við þessa miklu áhættu. Enginn rökstuðningur fylgir, en afleiðingin af þessu, ef rétt væri, yrði þá að söluverð þeirra yrði lágt, sem kæmi kaupendum vel. Þessu er óþarft að kyngja án umhugsunar.

Íslensku bankarnir voru „ormahreinsaðir“ eftir hrun. Það var afskrifað sem illa hafði tekist til með. Eiginfjárhlutfallið var styrkt mikið. Ef banki vandar sig í lánamálum verður eignahliðin mjög áhættudreifð og sterk, af því að þá vega veðlán þyngst.

Vensl, frændhygli og vinargreiðar valda bæði tjóni…

Áhættan í bankastarfsemi felst einkum í því að ekki sé unnið faglega, að „óbankaleg“ sjónarmið komist að. Vensl, frændhygli og vinargreiðar valda bæði tjóni á bankanum sjálfum og samfélaginu öllu. Hætt er við að nýir hluthafar mundu hugsa „ég á þetta, ég má þetta“. Í ljósi þess að unnið er með sparifé almennings stenst það auðvitað ekki.

Líklegra er þó að nýir hluthafar mundu líta til þess hvernig vogunarsjóðirnir, hluthafar Arion banka, hafa féflett hann. Það yrði auðtekinn skyndigróði.

Þó ýmislegt sé um gamla bankakerfið, fyrir 2003, að segja, þá var það rekið áratugum saman án stóráfalla fyrir ríkið. Helstu tjónin sem urðu voru vegna afskipta stjórnmálamanna, sem reyndu að beita ríkisbönkum pólitískt.

Niðurstaðan er sú að ekkert þurfi að gera í flýti í bankamálum, því engin hætta steðjar að. Ef eignarhlutir í bönkum verða samt seldir á ríkissjóður að halda eftir 34-40% hlut og vera sjálft kjölfestan. Lífeyrissjóðir ættu svo að eiga það sem á vantar upp á 51% eign. Þannig yrði tryggt að bankarnir þjóni samfélaginu öllu, en ekki bara forréttindafólki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: