- Advertisement -

Bankarnir hlunnfara viðskiptavini sína

Við búum í verulega sjúku samfélagi þar sem fjármálakerfið þrengir að fólki.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Nú hafa Landsbankinn og Íslandsbanki hækkað vexti og staðfesta þannig hversu óábyrgt og ósamfélagslegt fjármálakerfi við búum við á Íslandi.

Ef við tökum óverðtryggð íbúðalán var álagning bankanna þriggja (miðað við þriggja mánaða REIBOR vexti) innan við 0,5% um mitt er 2016 en er komin 2% í dag. Þannig hefur álagningin hækkað um 300% á þessum lánaflokki og hefur hækkað jafnvel enn meira á öðrum flokkum.

Þetta gerist þrátt fyrir lækkun bankaskatts.

Þetta gerist þrátt fyrir lækkun bankaskatts.

Einnig eru bankarnir að auka hagnað sinn mikið á milli ára og munar þar miklu um aukin vaxtamun og lægri rekstrarkostnað eftir lokun útibúa og fækkun starfsfólks.

Bankarnir hafa þannig haldið eftir stærstum hluta ávinnings lækkandi vaxta með því að skila einungis hluta þeirra út í samfélagið og hlunnfara þannig viðskiptavini sína sem eru almenningur og fyrirtækin.

Stóra spurningin situr eftir sem áður. Hvernig ætla stjórnvöld að ganga inn í kosningaveturinn með sömu eigendastefnu og í bullandi góðæri? Jafnvel aukna arðsemiskröfu ríkisfyrirtækja þegar hagkerfið höktir á einum stimpli?

Hugmyndafræði sem drepur niður mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu.

Og til að bæta gráu ofan á svart staðfestir skoðun okkar enn meiri mun hjá lífeyrissjóðum sem virðast hafa tekið sér það vald að halda uppi vaxtarstigi í landinu sé miðað við það gólf sem þeir hafa sett í ávöxtunarkröfu.

Það er því ljós að allt tal um samfélagslega ábyrgð eru orðin tóm og í hróplegri mótsögn við raunveruleikann.

Sé miðað við stýrivexti Seðlabankans var álag LIVE og Gildis á óverðtryggð lán um 0,7% árið 2016 en er í dag um 3,5%. og á verðtryggðum lánum (miðað við 5 ára verðtryggð ríkisskuldabréf) var álagið um 0,2% árið 2016 en er í dag um 3,2%.

Það er því ljós að allt tal um samfélagslega ábyrgð eru orðin tóm og í hróplegri mótsögn við raunveruleikann.

Við búum í verulega sjúku samfélagi þar sem fjármálakerfið þrengir að fólki þegar það þarf lífsnauðsynlega á slaka að halda. Slaka sem við höfum sjálf unnið fyrir og slaka vegna erfiðra aðstæðna sem við fengum engu ráðið um.

Ég er ekki viss um að þeir sem tóku lán á breytilegum vöxtum hafi gert það til þess að bankar og lífeyrissjóðir gæti aukið arðsemi sína ef vextir lækkuðu en tekið skellinn ef hið gagnstæða gerðist.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: