- Advertisement -

Bjarni brennir baklandið

Fréttaskýring Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt traust bakland í Hádegismóum, ritstjórn  Morgunblaðsins og í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins.

Nú ber svo við að úr báðum þessum húsum er sótt að Bjarna, einkum vegna þess að hann neitar að fara að vilja atvinnurekenda, og reyndar einnig launþega, og lækka tryggingagjaldið umfram það sem er gert ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga næsta árs.

Hið opinbera reið á vaðið

Miðjan hefur verið ötul í fréttaflutningi af þessari deilu. „Þegar ákveðið var að hækka tryggingagjaldið árið 2009 studdi atvinnulífið það, enda töldum við betra að takast á við aukið atvinnuleysi með þessum hætti frekar en með skuldsetningu atvinnuleysistryggingasjóðs. Það var hins vegar gert í trausti þess að tryggingagjaldið yrði lækkað aftur þegar svigrúm gæfist.“ Þetta er úr frétt og vitnað er til afstöðu SA.

Fyrir nokkrum dögum mátti lesa þetta í leiðara Morgunblaðsins: „Í röksemdum fyrir því að sitja fast við sinn keip hefur fjármálaráðherra bent á að atvinnulífið hafi samþykkt að taka á sig miklar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum og fyrst það hafi efni á slíkum hækkunum geti og forsvarsmenn þess ekki kvartað undan tryggingagjaldinu. Því má þó ekki gleyma að í samningunum var forgangsröðinni snúið á haus. Í stað þess að bíða og sjá hvernig samningar tækjust í einkageiranum og nota þá sem fyrirmynd að samningum hjá hinu opinbera var hin leiðin farin. Hið opinbera reið á vaðið og gerði samninga við kennara og lækna, sem urðu að mælistiku í kjarabaráttunni. Frumkvæðið að miklum launahækkunum kom því frá hinu opinbera.“

Mikð undir

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, var gestur í Sprengisandi á sunnudaginn var. Hún var spurð hvort afstaða Bjarna ógni gildandi kjarasamningum og hvort samningar verði lausir í febrúar þess vegna.

„Já,“ sagði Guðrún. „Það er það mikið undir.“

Að óbreyttu verða samingar lausir í febrúar?

„Já. Okkur finnst ósanngjarnt að við þurfum að bera þessar þyngri byrðar ein og ég vil minna á að þvert á það sem Bjarni heldur fram. Hann vísar ábyrgðinni yfir til okkar, að við höfum gert þessa samninga og þar af leiðandi hljótum við að sjá að það sé svigrúm innan okkar fyrirtækja til að hækka laun verulega. Þá vil ég minna á það að það var ekki hinn almenni markaður sem hóf þessa gríðarlegu launahækkanir hér á vormánuðum, heldur var það opinberi geirinn.  Það er algjörlega óásættanlegt að hið opinbera leiði kjaraviðræður.“

Má skilja þig þannig að ef Alþingi samþykkir fjárlög með þessum hætti, sé að það að ganga inn í öngstræti?

„Ég tel svo vera, já. Þá göngum við inn í mjög alvarlega stöðu.“

Bjarni hafnar rökunum

Í þættinum Sprengisandur sagði Bjarni: „Við gerð kjarasamningana var samkmomulag að við myndum lækka tekjuskattinn.  „Þetta var í fullri sátt að gera þetta svona.“

Hann hefur verið ákveðinn og hafnar alfarið að framýið Salek-samkomulagsins ráðist af því hvort tryggingagjaldið verði lækkað, eða ekki.

Þarna eru átök og það mikil og Bjarni stendur ákveðinn gegn sennilega sínu trausta baklandi. Hann er ósveigjanlegur. Nú er að bíða og sjá og hvort til þess komi, gefi hann ekki eftir, að hér verði lausir kjarasamningar og átök á vinnumarkaði fljótlega á næsta ári.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: