- Advertisement -

Bjarni hefur ekki beðist afsökunar – bætir um betur

Geri hann það ekki verður forsætisráðherra að veita honum alvarlegt tiltal fyrir uppátækið.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

BB hefur ekki enn beðist afsökunar á því að segja, að kjarakröfur verkafólks væru tvöfalt meiri en þær eru; sagði að það færi fram á allt að 85% launahækkun en það rétta er 30-42 % launahækkun á 3 árum.

Í stað þess að biðjast afsökunar kom BB í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni og bætti þar um betur: Hann sagði,að deiluaðilar í kjaradeilunni gætu ekki einu sinni komið sér saman um hvað kjarakröfurnar væru miklar. Hvaða rugl er þetta? Kröfurnar liggja fyrir hjá ríkissáttasemjara. Þær voru lagðar fram af verkalýðsfélögunum og enginn vafi leikur á því hverjar þær eru.

Þú gætir haft áhuga á þessum

BB gat fengið að vita um þær hjá ríkissáttasemjara. En hann kaus frekar að skálda kröfurnar í samráði við SA og þegar hann sér að hann hefur hlaupið á sig og fullyrt að kröfurnar séu tvöfalt meiri en þær eru reynir hann að skjóta sér á bak við deiluaðila og segja ,að þeir geti ekki komið sér saman um kröfurnar! Þetta er rugl og kröfur verkalýðsfélaganna breytast ekkert við það að Bjarni ýki þær tvöfalt, ekki heldur þó SA ýki þær. En kröfurnar liggja hjá ríkissáttasemjara. Þar liggja staðreyndir málsins og breytast ekki þó BB og atvinnurekendur skáldi miklu hærri kröfur.

Það er ábyrgðarhluti, að einn af stjórnarleiðtogum þjóðarinnar skuli ganga fram og reyna að eyðileggja samningaviðræður í kjaradeilu með því að ýkja kjarakröfur tvöfalt. Lágmark er að hann biðjist afsökunar. Geri hann það ekki verður forsætisráðherra að veita honum alvarlegt tiltal fyrir uppátækið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: