- Advertisement -

Bjarni heldur lífeyri niðri

Björgvin Guðmundsson.

Alþjóð varð vitni að því í gærkveldi, að fjármálaráðherra heldur lífeyri aldrarðra og öryrkja niðri. Hann talaði fjálglega um það í Kastljósi, að það væri búið að hækka lifeyrinn svo mikið, eða i 300 þúsund.

Andmælandi hans, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði hins vegar, að það væri eftir að standa við loforð ríkisstjórnar hans (og Bjarna) um að bæta kjör aldraðra. Það hefði átt að gera það þegar efnahagur þjóðarinnar batnaði.N ú væri góðæri og því ætti að efna loforðið við aldraða.

Það er ekki rétt hjá fjármálaráðherra, að lífeyrir aldraðra og öryrkja hafi verið hækkaður í 300 þúsund. Aðeins 29% öryrkja fær 300 þús. og margir verða að skila lífeyri til baka vegna krónu móti krónu skerðingar, sem svikist var um að afnema hjá þeim og aðeins rúmlega 20% aldraðra fær 300 þús. í lífeyri fyrir skatt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En auk þess segir það ekki alla söguna hvað sagt er, að aldraðir og öryrkjar fái í lífeyri á mánuði. Eftir skatt fá aldraðir 204-243 þúsund á mánuði. Það dugar ekki til framfærslu. Lífeyrir á að vera það hár að hann dugi til framfærslu. Það er kjarni málsins. Réttur aldraðra og öryrkja til nægilegs framfærslueyris er stjórnarskrárvarinn.

Laun ráðherra hafa hækkað um 60% frá 2013. Þau hafa hækkað um mörg hundruð þúsund (700 þús) og eru komin í 1,8 til rúmar 2 millj. Það er fyrir utan allar aukasporslurnar og hlunnindin. Síðan kemur fjármálaráðherrann, sem er á þessum ofurkjörum fram fyrir alþjóð og gefur til kynna, að aldraðir og öryrkjar hafi fengið næga hækkun!!“

Björgvin Guðmundsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: