- Advertisement -

Bjarni mun sjá um sína auðmenn

Hér er Bjarni í raun að gefa gult merki á lífskjarasamningana. Það verður svo reynt að segja þeim upp.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Jæja þá er árásin á launafólk hafin! Á fólkið sem borgar þó brúsann af kreppunni og heldur þjóðfélaginu gangandi á allan hátt. Og borgar þennan risareikning sem verið er að skrifa á ríkissjóð. Bjarni mun sjá um sína auðmenn sem sennilegast munu sleppa vel eins og venjulega. Hér er Bjarni í raun að gefa gult merki á lífskjarasamningana. Það verður svo reynt að segja þeim upp. Bjarni mun þrýsta á það. Mikið er ég hrædd um að þetta endi með ósköpum fyrir venjulegt ærlegt fólk sem reynir alltaf að eiga fyrir skuldunum og nær varla að gera meira en það. Þá er eins og gott að eiga potta, pönnur, sleifar, trommur og sitthvað fleira. Og þá mun koma í ljós hvort einhver töggur er í hinni endurreistu verkalýðshreyfingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: