- Advertisement -

Blekkingaleikur fjármálaráðherra

Yfirlýsing frá stjórn Landssambands eldri borgara:

Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að undanförnu um að eldri borgarar hafi fengið mesta kaupmáttaraukningu allra á síðustu árum, hafa vakið mikla athygli og reiði meðal margra eldri borgara. Það má leika sér með tölur og prósentur þannig að niðurstöðurnar henti málflutningi stjórnmálamanna og vissulega hentar það stjórnvöldum að halda því fram að eldri borgarar búi við meiri kaupmáttaraukningu en aðrir. Staðreyndin er hins vegar sú, að þrátt fyrir bætta afkomu fyrir flesta með breytingunni um áramótin 2016 til 2017, eru um 30 prósent eldri borgara með tekjur undir fátæktarmörkum og um 80 prósent með tekjur undir framfærslumörkum. 
Þar að auki hefur tekjubilið milli eldri borgara og annarra hópa í samfélaginu aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar sem tekjur eldra fólks hafa ekki fylgt launaþróun í landinu. Enn á ný eiga laun eldri borgara að hækka minna en launaþróun gefur tilefni til, eða um 3.4 prósent á næsta ári. Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á alþingismenn að standa við stóru orðin frá því í síðustu kosningabaráttu og bæta kjör eldri borgara til samræmis við aðra.

Samþykkt á stjórnarfundi LEB 20. nóvember 2018.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: